fimmtudagur, júlí 13, 2006

Music be the food of love

Í fyrndinni, þegar enn var gefið út Leiklistarblað á Íslandi, settum við að mig minnir saman topp-tíu lista yfir verstu hugmyndir að efni í söngleik. Ég man sosum ekkert hvað var á honum, kannski formannskjör í Framsóknarflokknum, hvað veit ég.

Það er ekkert útilokað að Vorið vaknar eftir Frank Wedekind verið þar, enda árekstur vaknandi kynhvatar og ofbeldis- og hræsnisfulls foreldraveldis í Þýskalandi nítjándu aldar með tilheyrandi rúnki, ríðingum, geðveiki og sjálfsmorðum aldeilis kjörið efni í góðan söngleik.

Og viti menn: Það er búið að semja hann!

Hvaða íslensk leikrit eru verst til þess fallin að verða færð í söngleikjabúning? Straumrof? Dagur vonar? Jóðlíf?

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hart í Bak yrði athyglisverður söngleikur- séstaklega ef að það væru mörg dansatriði.

11:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kertalog líka. Dans- og söngnúmer geðsjúklinganna á hælinu yrði sérstaklega eftirminnilegur ... og náttúrulega ... lógískur.

12:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Æi haldiði að Jóðlíf og Kviksandur myndu ekki toppa þetta???

2:36 e.h.  
Blogger fangor sagði...

böndin milli okkar. pottþétt.

2:28 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim