föstudagur, júlí 07, 2006

Endatafl

Jæja, undanúrslitin fóru svona og svona. Hélt með Þjóðverjum gegn Ítölum, en get svo sem ekkert vælt yfir úrslitunum. Sanngjarnt, og Ítalirnir flott lið þó þeir skæli óþarflega mikið. Klose var ósýnilegur, en það sama er því miður ekki hægt að segja um Ballack, sem er greinilega búinn að tileinka sér siðareglur Cheskí og er orðinn óhemju hvimleiður röflari sem stendur ekki undir hæpinu.

Portúgalir hefðu auðvitað getað unnið Frakkana, en gerðu það ekki. Leikaraskapurinn óþolandi með öllu. Zidane er kóngurinn og Henry er fremstur riddaranna.

Þjóðverjar rasskella vælukjóana frá Íberíuskaganum á morgun. Vona ég

Italirnir verða heimsmeistarar á sunnudaginn í 1-0 hnoðleik. Vona samt ekki.

Aðallega vona ég að þetta verði skemmtilegir leikir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim