þriðjudagur, júlí 04, 2006

Drama

Fótboltinn var aldeilis magnaður um helgina. Hörkuleikur Þjóðverja og Argentínumanna endaði í vítaspyrnukeppni þar sem minn maður Lehmann var hetjan. Skúrkurinn er þá sennilega þjálfari Argentínu sem gerði héralegar skiptingar þegar hann hélt að 1-0 forysta væri eitthvað til að reyna að halda. Gott á þá.

Sá ekki Ítalíu - Úkraínu, en skilst að það hafi verið sanngjarnt.

Vonandi kjöldraga þjóðverjarnir Ítalina á eftir.

England - Portúgal var auðvitað afleitur fótboltaleikur, en þeim mun meiri leiksýning. Englendingar kannski örlítið minna ömurlegir en venjulega, sérstaklega eftir að þeir voru lausir við Looney. Á móti kom að Deco-lausir Portúgalir voru aldeilis ekki eins og þeir gætu eða vildu vinna þennan leik. Allra verstir voru þó aularnir í stúdíói Sýnar, sem voru eins og þeir þyrftu áfallahjálp eftir að hetjurnar þeirra voru búnir að klúðra vítakeppninni.

Frakkar tóku sig svo til og hristu endanlega af sér slenið, sem slettist yfir mótherjana og loddi við þá út leikinn. Algerlega máttlausir brassar. En það skyldi þó ekkert skyggja á hvað fransmennirnir voru stórkostlegir.

Ef allt fer að óskum senda þeir Portúgalina í bronsleikinn og mæta sjálfir Þjóðverjum í úrslitunum. Don't mention the war.

Fyrirsögn í Fréttablaðinu í gær:

Tori Spelling reið móður sinni

3 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Já, til hamingju með Henry, sem náði aftur í smá af súperkúlinu sínu eftir að hafa glutrað því með leikaraskap og misheimskulegum yfirlýsingum. Og eins gott að Frakkar fóru að spila almenninlegan fótbolta, eftir að Argentínumenn duttu út verður maður að treysta á þá í þeim efnum.

10:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja! Þar kom að því að ég gaf mér tíma til að setjast niður og horfa á 5 mínútur af HM. Og valdi til þess síðustu 5 mínúturnar af framlengingunni á leik Ítala og Þjóðverja. Hefði getað haft þær 2!!! Þessar síðustu tvær mínútur hljóta nú barasta að vera einhverjar þær dramatískustu í sögunni. Allavega keppninni. Vinir mínir þrír, þeir Varríus, Arríus og Bibbtus sem birtust á fundi hjá mér tveim mínútum síðar höfðu horft í 120 mínútur. Það var ekki laust við að ég fyndi til með þeim. Þeir vildu reyndar meina að ég ætti að horfa oftar á fótbolta til að eitthvað færi að gerast. Kannski geri ég það, en mun þó trúlega halda áfram að velja þær mínútur vandlega og mjög sparlega.

1:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sumir segja að Sævar sé fyndinn og gáfaður maður en þegar hann tjáir sig um trúarbrögð (eins og knattspyrnu) sést greinilega að það er rangt.
Við Bibbi horfðum reyndar aðeins á 105 mínútur af leiknum í gær en þetta var stórskemmtilegur leikur með fullt af dauðafærum sem bæði lið klúðruðu grimmt. Því miður voru mafíósarnir fyrri til að hætta því. Nú verður maður bara að stóla á Frakkana því ef Ítalía og Portúgal spila til úrslita er nú alveg eins hægt að sleppa þessu.

3:16 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim