miðvikudagur, júní 28, 2006

Fótboltarýni

Þá liggja 16 liða úrsitin fyrir. Búinn að segja það sem segja þarf um fyrstu tvo leikina, annað en að Argentína-þýskaland í næstu umferð er hinn raunverulegi úrslitaleikur keppninnar miðað við spilamennskuna hingað til.

England-Ekvador hefði nú alveg mátt fara á hinnveginn mín vegna, en Ekvadorarr klunnar að skora ekki. Og svo er auðvitað ekkert hægt að deila við aukaspyrnusnilli pissudúkkunnar frá Leytonstone.

Mikið hefur verið þusað yfir dómaranum í Portúgal-Holland, en minna yfir ruddaskapnum í leiknum. Er ekki viss um að ef hvert og eitt spjald er skoðað að þetta hafi verið einber dómaraskandall. En sigurinn var sanngjarn og vonandi tekst Portúgölum að naga sig í gegnum rauðu spjöldin og senda tjallana heim í næstu umferð. Ekki er ég samt bjartsýnn.

Dómaraskandall er hinsvegar yfirskrift næsta leiks. Þvílík vonbrigði að Ítalakvikindunum tókst að krafsa sig í gegnum þennan leik og það á lokasekúndunni með fráleitri vítaspyrnu. Fuss og svei.

Úkraína-Sviss stóð undir öllum væntingum og fór svo framúr þeim í vítakeppninni þar sem Svissurunum tókst ekki að skora. Alger leiðindi. Held samt með Úkraínunum á móti Ítölum. Ekki er ég samt bjartsýnn.

Hvort voru Brasilíumennirnir svona kaldir á móti Ghana eða svona slappir? Afríkumennirnir óðu í færum og það virtist ekki stuða Brassana hið minnsta, enda fóru þau öll til spillis. Og svo skorðu þeir þrjú, eitt reyndar ólöglegt. Þetta Brasilíulið er ráðgáta, það eina sem er víst að það hefur ekki verið nándar nærri eins frábært og allir héldu.

Spánverjar og Frakkar völdu rétta leikinn til að sýna sitt rétta andlit. Spánverjarnir hættu að geta rassgat og Frakkar skoruðu þrjú mörk. Ljótt af Henry að fiska aukaspyrnu með leikaraskap, og skammarlegt að gamalreyndir Arsenalmenn kunni ekki betri skil á rangstöðugildrum. Vona að Tony Adams hafi ekki verið að horfa. Skemmtilegur leikur. Hef líka trú á að viðureign Frakka og Brassa verði stuð, og vonlaust að spá.

Skrepp á Ísafjörð á morgun til að sjá einleik með manni með Bacontöluna 2. Hvursu kúlt er það?

Svar: Talsvert kúl, þangað til maður sér að kremfressið David Beckham er með sömu Beikontölu

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu fáfræðina en hvað er Bacontala???

11:49 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Allt um bacontölurhér

1:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvort hélstu með Renato eða Kenneth?

2:47 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Kenneth að sjálfsögðu. Veit ekki hvort ég fæ mig til að halda með brössunum, þeir eru aðeins of ánægðir með sig finnst mér.

3:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kíktu í kaffi á Rúv. Ég gef´þér jafnvel meððí!

12:12 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim