Helgarhlaðborð
Um daginn voru fréttir sagðar af örlögum bókalagersins hennar Siggu Helga í Ellingsenhúsinu sem reyndist af einhverjum ástæðum heita Alliance-húsið. Þetta var allt frekar skrítið og sorglegt eins og bókabrennur eru einatt. En skrítnast var samt að sjá þá dunda sér í bókunum þá félaga, Megas og hinn ástsæla guðsmann Sr. Björn, sem fermdi okkur Ármann og kenndi okkur auk þess þýsku með afleitum árangri hvorttveggja. Óvæntir bólfélagar hvað?
Ef Varríus væri fyrir undarlega tilviljun staddur í Bath á Englandi núna myndi hann ekki láta þetta fram hjá mér fara. Þó ekki væri nema til að sjá nafna sínum bregða fyrir.
Hef lengi ætlað að skrifa langan og leiðinlegan hund um stóra Zidane-málið. Nenni því allsekki, enda ameríska vefritið The Slate búið að svara spurningunni sem hefur brunnið á allra vörum. Rómverjar eru kannski klikk, en þeir vita svo sannarlega hvað skiptir máli.
Og talandi um klikk: það eru fleiri þannig en Rómverjar. Hvað á að kalla þessa gaura? Etrúra?
Ég er sennilega vefseinfatti. Er nýbúinn að uppgötva töfraheima Youtube. Þar kennir nú margra grasa, og hafa þau hvert sína náttúru til góðs og ills. Í tilefni yfirvofandi helgar mun ég hlífa ykkur við krækjum á Kiss-vídeóin sem ég er búinn að vera að horfa á i uppbótarskyni fyrir að hafa misst af þeim í bernsku. Hins vegar er öllum hollt að horfa og hlýða á þennan sálm:
Góða helgi.
Ef Varríus væri fyrir undarlega tilviljun staddur í Bath á Englandi núna myndi hann ekki láta þetta fram hjá mér fara. Þó ekki væri nema til að sjá nafna sínum bregða fyrir.
Hef lengi ætlað að skrifa langan og leiðinlegan hund um stóra Zidane-málið. Nenni því allsekki, enda ameríska vefritið The Slate búið að svara spurningunni sem hefur brunnið á allra vörum. Rómverjar eru kannski klikk, en þeir vita svo sannarlega hvað skiptir máli.
Og talandi um klikk: það eru fleiri þannig en Rómverjar. Hvað á að kalla þessa gaura? Etrúra?
Ég er sennilega vefseinfatti. Er nýbúinn að uppgötva töfraheima Youtube. Þar kennir nú margra grasa, og hafa þau hvert sína náttúru til góðs og ills. Í tilefni yfirvofandi helgar mun ég hlífa ykkur við krækjum á Kiss-vídeóin sem ég er búinn að vera að horfa á i uppbótarskyni fyrir að hafa misst af þeim í bernsku. Hins vegar er öllum hollt að horfa og hlýða á þennan sálm:
Góða helgi.
1 Ummæli:
Til hamingju með fyrsta myndbandið á Varríusi. Dásamlegt að rifja þetta upp. Lagið altsvo ... held ég hafi aldrei séð myndbandið.
Já mikið fannst mér sorglegt að sjá í fréttunum um afdrif þessa yfirgripsmikla bókasafns ömmubróður míns, Helga Tryggvasonar Siggupabba. Held þó og vona að þarna hafi aðallega verið geymdur sá hluti safnsins sem ekki þótti ástæða tili að flagga í fornbókabúðinni hans og því væntanlega ómerkilegasti hlutinn ... en söfn er synd að brenna.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim