Gríman
Jæja, Gríman verður veitt á morgun í Borgarleikhúsinu. Það er nú alltaf gaman. Fór að gamni í gegnum tilnefningarnar og spáði í spilin, hverja ég teldi myndu vinna, hverra ég sakna úr tilnefningalistunum og hverjir eru þar ómaklega að mínu mati. Sá auðvitað ekki allt, og er sérvitur mjög, svo það verður að taka þessu þannig. Svo hef ég líka mismikið vit á tæknigreinunum, og eftir því misskýrar skoðanir. Svo gildir auðvitað hin klassíska ædóltugga að þetta er mitt álit og þarf á engan hátt að endurspegla val akademíunnar, sem aftur er væntanlega víðsfjarri áliti þjóðarinnar.
Hafandi hvorki vit né áhuga á dansi þá leyfi ég mér að tjá mig ekkert um þá liðu.
En allavega:
Útvarpsverk ársins
Einhver í dyrunum eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Bjarna Jónssonar
Hér er kominn maður eftir Jónínu Leósdóttur í leikstjórn Ásdísar Thoroddsen
Ómerktur ópus í c-moll eftir Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ingólfs N. Árnasonar
Papar eftir Brian FitzGibbon í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur
Skáld leitar harms eftir Guðmund Inga Þorvaldsson í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur
Hlusta aldrei á útvarpsleikrit ótilneyddur. Er því vanhæfur með afbrigðum og hef enga skoðun. Giska á Sigga Páls, hann er alltaf svo verðlaunalegur eitthvað. Held með Karli Ágústi af því hann er svo fínn kall. Hin eru það líka auðvitað, það best ég veit.
Kannnski ekki heilt yfir kallar, en fín.
Barnasýning ársins
Hafið bláa eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar hjá Ísmediu
Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar hjá Þjóðleikhúsinu
Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur hjá Leikfélagi Reykjavíkur
Hér er reyndar flokkur þar sem úrtakið er dálítið rýrt. Man í svipinn bara eftir tveimur barnasýningum atvinnumanna sem voru frumflutt á árinu en eru ekki hér.
Sá bara Ronju af þessum þremur, og finnst hún ekki verðskulda verðlaun þó skammlaus væri. Giska á Hafið bláa, en Þorvaldur er engu að síður minn maður.
Söngvari ársins
Andrea Gylfadóttir fyrir hlutverk sitt í Litlu Hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar
Bergþór Pálsson fyrir hlutverk sitt í Öskubusku hjá Íslensku Óperunni
Garðar Thór Cortes fyrir hlutverk sitt í Öskubusku
Halla Vilhjálmsdóttir fyrir hlutverk sitt í Túskildingsóperunni hjá Þjóðleikhúsinu
Þórunn Lárusdóttir fyrir hlutverk sitt í Kabarett hjá Á senunni
Hér sá/heyrði ég alla nema Andreu. Þetta er held ég nýr flokkur, og ekki illa tilfundinn. Athyglisvert samt að leikhúsakademíunni hafi fundist Bergþór Pálsson syngja betur en t.d. Sesselja Kristjánsdóttir í Öskubusku, gæti verið að tilþrifa- og fyrirferðarmikill leikmáti söngvarans hafi spilað þar inn í?
Einnig grunar mann að fleira en einber söngur standi að baki tilnefningu Höllu Vilhjálmsdóttur. En hún var óstjórnlega flott og ég spái henni sigri.
Tónlist og hljóðmynd ársins
Ester Ásgeirsdóttir og Sigurður Bjóla fyrir Pétur Gaut í Þjóðleikhússinu
Davíð Þór Jónsson fyrir Forðist okkur hjá CommonNonsense og Nemendaleihúsið
Hallur Ingólfsson fyrir Glæp gegn diskóinu hjá Steypibaðsfélaginu Stút og Vesturporti
Nick Cave, Ólafur Örn Thoroddsen, Pétur Benediktsson og Warren Ellis fyrir Woyzeck hjá LR og Vesturporti
Jakob Tryggvason, Matthías Hemstock, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson fyrir Sölku Völku hjá LR
Sá allt hér nema Sölku. Ef gamla tuggan um að hljóðmynd sé góð ef maður tekur ekki eftir henni þá stendur keppnin milli Gautsins og Forðist okkur. Held hinsvegar að þetta sé bull. Hér verður ekki svo auðveldlega gengið fram hjá Nick Cave, enda engin sérstök ástæða til. Hlakka bara til að sjá hann taka við styttunni.
Hér hefði ég viljað sjá tilnefningu handa Virkjuninni, snjöll meðferð og notkun á sönglögum, flottar útsetningar, fínn söngur og frábærir textar.
Lýsing ársins
Björn Bergsteinn Guðmundsson Fyrir Ég er mín eigin kona hjá Skámána, Fagnað í Þjóðleikhúsinu og Maríubjölluna hjá LA.
Egill Ingibergsson fyrir Forðist okkur
Jóhann Bjarni Pálmason fyrir Kabarett
Lárus Björnsson fyrir Woyzeck
Páll Ragnarsson fyrir Pétur Gaut
Æji lýsingin... Aðhyllist Peter Brook-skólann: Very bright. Finnst alltaf skrítið þegar menn fá eina tilnefningu fyrir fleira en eitt verk.
Egill tekur þetta.
Búningar ársins
Filippía I. Elísdóttir fyrir Woyzeck, og Virkjunina í Þjóðleikhúsinu
Helga I. Stefánsdóttir fyrir Pétur Gaut
Katrín Þorvaldsdóttir Eldhús eftir máli í Þjóðleikhúsinu
María Ólafsdóttir Hafið bláa
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Halldór í Hollywood í Þjóðleikhússinu
Þetta sá ég allt nema Hafið Bláa. Og get ómögulega lagt eitthvað gáfulegt mat á þetta, nema mér fundust búningarnir í Woyzeck tómir stælar. Var einhver merkileg búningavinna í Pétri Gaut? Ekki minnist ég þess.
Best að halda með Tótu.
Leikmynd ársins
Börkur Jónsson fyrir Fagnað og Woyzeck
Gretar Reynisson fyrir Pétur Gaut
Halla Gunnarsdóttir fyrir Maríubjölluna
Ilmur Stefánsdóttir fyrir Forðist okkur
Stígur Steinþórsson fyrir Eldhús eftir máli
Sá þetta allt nema Fagnað. Enn leiðast mér tilnefningar fyrir fleira en eitt. Var Woyzeck flott leikmynd? Var hún ekki bara dýr, fyrirsjáanleg og dálítið ljót? Var leikmyndin í Eldhúsinu eitthvað merkileg? Maríubjallan var flott, en fær refsistig fyrir klósettsetuna - svoleiðis er ekki að finna í rússneskum fátækrahjöllum. Mín vegna hefði mátt tilnefna Frosta Friðriksson fyrir Halldór í Hollywood
Spái Grétari sigri, leikmyndin í Pétri Gaut var þénug mjög og náði líka að segja mikið án þess að þrengja að merkingu verksins. Breyttist áreynslulaust úr líkhúsi í frystihús, úr mafískum pyntingarklefa í sánu á lúxushóteli. Frábært.
Leikkona í aukahlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Pétur Gaut
Edda Arnljótsdóttir fyrir Pétur Gaut
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir fyrir Himnaríki í Hafnarfjarðarleikhússinu
Margrét Kaaber fyrir Fagnað
Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir Fullkomið Brúðkaup
Var Gulla í aukahlutverki í Himnaríki? Hvaða hlutverk voru þá aðalhlutverkin? Er hlutverk Sólveigar í Pétri Gaut aukahlutverk, en Ásu aðal? Gáfu örhlutverk Eddu henni færi á að sýna eitthvað verðlaunavert?
Sá ekki Fagnað eða Fullkomið brúðkaup en í ljósi orðspors tel ég að Maríanna Clara fari heim með Grímuna.
Leikkarl í aukahlutverki
Björn Hlynur Haraldsson fyrir Woyzeck
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Pétur Gaut
Ólafur Egill Egilsson fyrir Fagnað
Ólafur Darri Ólafsson fyrir Pétur Gaut
Þráinn Karlsson fyrir Maríubjölluna
Þráinn, ekki spurning fyrir minn smekk. Get ekki sagt að hinir hafi hrifið mig neitt ógurlega í þessum rullum, að frátöldum Ólafi Agli sem ég sá ekki í Fagnaði, en hefði mín vegna mátt fá tilnefningu fyrir frammistöðuna í Gautnum.
Hvernig var samt hægt að tilnefna ekki Kristján Ingimarsson fyrir að halda heilum 8 konum? á floti? Og ef Gulla var í aukarullu í Himnaríki þá hefði ég vel getað huxað mér að hafa Jóhann G hér á meðal fyrir sitt hlutverk í því stykki.
Leikkona í aðalhlutverki
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir fyrir Frelsi í Þjóðleikhúsinu
Helga Braga Jónsdóttir fyrir Hungur hjá Fimbulvetri
Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Sölku Völku
Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir Eldhús eftir máli
Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir Pétur Gaut
Hér missti ég af Frelsi og Sölku. Helga Braga var frábær í Hungri. Ætla samt að fullyrða að enginn skáki meistaralegri meðferð Ólafíu Hrannar á Ásu í Pétri Gaut. Engar koma upp í hugann sem ómaklega hafa verið settar hjá.
Leikkarl í aðalhlutverki
Atli Rafn Sigurðarson fyrir Halldór í Hollywood
Björn Hlynur Haraldsson fyrir Pétur Gaut
Hilmir Snær Guðnason Fyrir Ég er mín eigin kona
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Woyzeck
Þór Tulinius fyrir Manntafl hjá Þíbylju
Ahhh. Dauðariðillinn. Hér finnst mér nú vanta einn og annan. Hvar er Guðmundur Ingi, sem hefði mín vegna mátt vinna út á snilldartök sín í Glæp gegn diskóinu? Og hvar er Halldór Gylfason sem náði næstum því að bjarga Lífsins tréi með Jens sínum Dúffrín? Hefði í sjálfu sér ekki saknað Björns Hlyns, þó góður væri, og alls ekki Ingvars sem gerði ekkert merkilegt við Woyzeck. Sá því miður ekki Þór Túl.
En þetta er nú nokkuð gefið er það ekki? Hilmir Snær vinnur fyrir öryggi sitt í þrautabrautinni ógurlegu.
Leikstjóri ársins
Ágústa Skúladóttir fyrir Eldhús eftir máli
Baltasar Kormákur fyrir Pétur Gaut
Gísli Örn Garðarsson fyrir Woyzeck
Jón Páll Eyjólfsson fyrir Maríubjölluna
Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir fyrir Forðist okkur
Hef trú á því að Baltasar sigri sína öflugu mótherja, enda Gauturinn óvenju heilsteypt og áhrifarík túlkun á harðsnúnu klassísku verki. Ágústa kemur jafnframt sterk inn, svo og Stefán og Ólöf. Hef engar sérstakar athugasemdir við tilnefningar í þessum flokki.
Leikskáld ársins
Hugleikur Dagsson fyrir Forðist okkur
Hrund Ólafsdóttir fyrir Frelsi
Jón Atli Jónasson fyrir 100 ára hús hjá Frú Emilíu
Vala Þórsdóttir fyrir Eldhús eftir máli
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann fyrir Hungur
Fullt af (tiltölulegum) nýgræðingum, sem er flott. Sá ekki Frelsi og ekki 100 ára hús. Held með Hrund en veðja á Hugleik. Eldhúsið var frábær sýning, en held að það þurfi mikið að vera að í frumsömdum leikritum til að leikgerð verði tekin fram fyrir þau.
Og hér er náttúrulega enn við líði sú fráleita ósvinna að leikrit skrifuð fyrir áhugaleikfélög eru ekki með í keppninni. Fullyrði að ella væru Systur Þórunnar Guðmundsdóttur þarna á meðal, og hreint ekki minnst sigurstranglegar.
Sýning ársins
Eldhús eftir máli
Forðist okkur
Maríubjallan
Pétur Gautur
Woyzeck
Stóra bomban. Hér vantar klárlega eina sterkustu sýningu leikársins, Glæp gegn diskóinu. Annarra sakna ég svo sem ekki. Hér eru miklar prýðis-sýningar nefndar til sögunnar, en mig grunar að dómararnir verði sammála mér og krýni lygalaupinn Pétur konung leikársins.
Já, áhorfendaverðlaunin. Ég kaus Pétur Gaut. Fullkomið brúðkaup eða Ég er mín eigin kona vinna.
Og svo er bara að setjast í sóffann annaðkvöld með bjór og flögur og horfa á herlegheitin og flissa yfir hvað Varríus er víðsfjarri því að vera spámannlega vaxinn.
Hafandi hvorki vit né áhuga á dansi þá leyfi ég mér að tjá mig ekkert um þá liðu.
En allavega:
Útvarpsverk ársins
Einhver í dyrunum eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Bjarna Jónssonar
Hér er kominn maður eftir Jónínu Leósdóttur í leikstjórn Ásdísar Thoroddsen
Ómerktur ópus í c-moll eftir Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ingólfs N. Árnasonar
Papar eftir Brian FitzGibbon í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur
Skáld leitar harms eftir Guðmund Inga Þorvaldsson í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur
Hlusta aldrei á útvarpsleikrit ótilneyddur. Er því vanhæfur með afbrigðum og hef enga skoðun. Giska á Sigga Páls, hann er alltaf svo verðlaunalegur eitthvað. Held með Karli Ágústi af því hann er svo fínn kall. Hin eru það líka auðvitað, það best ég veit.
Kannnski ekki heilt yfir kallar, en fín.
Barnasýning ársins
Hafið bláa eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar hjá Ísmediu
Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar hjá Þjóðleikhúsinu
Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur hjá Leikfélagi Reykjavíkur
Hér er reyndar flokkur þar sem úrtakið er dálítið rýrt. Man í svipinn bara eftir tveimur barnasýningum atvinnumanna sem voru frumflutt á árinu en eru ekki hér.
Sá bara Ronju af þessum þremur, og finnst hún ekki verðskulda verðlaun þó skammlaus væri. Giska á Hafið bláa, en Þorvaldur er engu að síður minn maður.
Söngvari ársins
Andrea Gylfadóttir fyrir hlutverk sitt í Litlu Hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar
Bergþór Pálsson fyrir hlutverk sitt í Öskubusku hjá Íslensku Óperunni
Garðar Thór Cortes fyrir hlutverk sitt í Öskubusku
Halla Vilhjálmsdóttir fyrir hlutverk sitt í Túskildingsóperunni hjá Þjóðleikhúsinu
Þórunn Lárusdóttir fyrir hlutverk sitt í Kabarett hjá Á senunni
Hér sá/heyrði ég alla nema Andreu. Þetta er held ég nýr flokkur, og ekki illa tilfundinn. Athyglisvert samt að leikhúsakademíunni hafi fundist Bergþór Pálsson syngja betur en t.d. Sesselja Kristjánsdóttir í Öskubusku, gæti verið að tilþrifa- og fyrirferðarmikill leikmáti söngvarans hafi spilað þar inn í?
Einnig grunar mann að fleira en einber söngur standi að baki tilnefningu Höllu Vilhjálmsdóttur. En hún var óstjórnlega flott og ég spái henni sigri.
Tónlist og hljóðmynd ársins
Ester Ásgeirsdóttir og Sigurður Bjóla fyrir Pétur Gaut í Þjóðleikhússinu
Davíð Þór Jónsson fyrir Forðist okkur hjá CommonNonsense og Nemendaleihúsið
Hallur Ingólfsson fyrir Glæp gegn diskóinu hjá Steypibaðsfélaginu Stút og Vesturporti
Nick Cave, Ólafur Örn Thoroddsen, Pétur Benediktsson og Warren Ellis fyrir Woyzeck hjá LR og Vesturporti
Jakob Tryggvason, Matthías Hemstock, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson fyrir Sölku Völku hjá LR
Sá allt hér nema Sölku. Ef gamla tuggan um að hljóðmynd sé góð ef maður tekur ekki eftir henni þá stendur keppnin milli Gautsins og Forðist okkur. Held hinsvegar að þetta sé bull. Hér verður ekki svo auðveldlega gengið fram hjá Nick Cave, enda engin sérstök ástæða til. Hlakka bara til að sjá hann taka við styttunni.
Hér hefði ég viljað sjá tilnefningu handa Virkjuninni, snjöll meðferð og notkun á sönglögum, flottar útsetningar, fínn söngur og frábærir textar.
Lýsing ársins
Björn Bergsteinn Guðmundsson Fyrir Ég er mín eigin kona hjá Skámána, Fagnað í Þjóðleikhúsinu og Maríubjölluna hjá LA.
Egill Ingibergsson fyrir Forðist okkur
Jóhann Bjarni Pálmason fyrir Kabarett
Lárus Björnsson fyrir Woyzeck
Páll Ragnarsson fyrir Pétur Gaut
Æji lýsingin... Aðhyllist Peter Brook-skólann: Very bright. Finnst alltaf skrítið þegar menn fá eina tilnefningu fyrir fleira en eitt verk.
Egill tekur þetta.
Búningar ársins
Filippía I. Elísdóttir fyrir Woyzeck, og Virkjunina í Þjóðleikhúsinu
Helga I. Stefánsdóttir fyrir Pétur Gaut
Katrín Þorvaldsdóttir Eldhús eftir máli í Þjóðleikhúsinu
María Ólafsdóttir Hafið bláa
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Halldór í Hollywood í Þjóðleikhússinu
Þetta sá ég allt nema Hafið Bláa. Og get ómögulega lagt eitthvað gáfulegt mat á þetta, nema mér fundust búningarnir í Woyzeck tómir stælar. Var einhver merkileg búningavinna í Pétri Gaut? Ekki minnist ég þess.
Best að halda með Tótu.
Leikmynd ársins
Börkur Jónsson fyrir Fagnað og Woyzeck
Gretar Reynisson fyrir Pétur Gaut
Halla Gunnarsdóttir fyrir Maríubjölluna
Ilmur Stefánsdóttir fyrir Forðist okkur
Stígur Steinþórsson fyrir Eldhús eftir máli
Sá þetta allt nema Fagnað. Enn leiðast mér tilnefningar fyrir fleira en eitt. Var Woyzeck flott leikmynd? Var hún ekki bara dýr, fyrirsjáanleg og dálítið ljót? Var leikmyndin í Eldhúsinu eitthvað merkileg? Maríubjallan var flott, en fær refsistig fyrir klósettsetuna - svoleiðis er ekki að finna í rússneskum fátækrahjöllum. Mín vegna hefði mátt tilnefna Frosta Friðriksson fyrir Halldór í Hollywood
Spái Grétari sigri, leikmyndin í Pétri Gaut var þénug mjög og náði líka að segja mikið án þess að þrengja að merkingu verksins. Breyttist áreynslulaust úr líkhúsi í frystihús, úr mafískum pyntingarklefa í sánu á lúxushóteli. Frábært.
Leikkona í aukahlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Pétur Gaut
Edda Arnljótsdóttir fyrir Pétur Gaut
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir fyrir Himnaríki í Hafnarfjarðarleikhússinu
Margrét Kaaber fyrir Fagnað
Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir Fullkomið Brúðkaup
Var Gulla í aukahlutverki í Himnaríki? Hvaða hlutverk voru þá aðalhlutverkin? Er hlutverk Sólveigar í Pétri Gaut aukahlutverk, en Ásu aðal? Gáfu örhlutverk Eddu henni færi á að sýna eitthvað verðlaunavert?
Sá ekki Fagnað eða Fullkomið brúðkaup en í ljósi orðspors tel ég að Maríanna Clara fari heim með Grímuna.
Leikkarl í aukahlutverki
Björn Hlynur Haraldsson fyrir Woyzeck
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Pétur Gaut
Ólafur Egill Egilsson fyrir Fagnað
Ólafur Darri Ólafsson fyrir Pétur Gaut
Þráinn Karlsson fyrir Maríubjölluna
Þráinn, ekki spurning fyrir minn smekk. Get ekki sagt að hinir hafi hrifið mig neitt ógurlega í þessum rullum, að frátöldum Ólafi Agli sem ég sá ekki í Fagnaði, en hefði mín vegna mátt fá tilnefningu fyrir frammistöðuna í Gautnum.
Hvernig var samt hægt að tilnefna ekki Kristján Ingimarsson fyrir að halda heilum 8 konum? á floti? Og ef Gulla var í aukarullu í Himnaríki þá hefði ég vel getað huxað mér að hafa Jóhann G hér á meðal fyrir sitt hlutverk í því stykki.
Leikkona í aðalhlutverki
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir fyrir Frelsi í Þjóðleikhúsinu
Helga Braga Jónsdóttir fyrir Hungur hjá Fimbulvetri
Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Sölku Völku
Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir Eldhús eftir máli
Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir Pétur Gaut
Hér missti ég af Frelsi og Sölku. Helga Braga var frábær í Hungri. Ætla samt að fullyrða að enginn skáki meistaralegri meðferð Ólafíu Hrannar á Ásu í Pétri Gaut. Engar koma upp í hugann sem ómaklega hafa verið settar hjá.
Leikkarl í aðalhlutverki
Atli Rafn Sigurðarson fyrir Halldór í Hollywood
Björn Hlynur Haraldsson fyrir Pétur Gaut
Hilmir Snær Guðnason Fyrir Ég er mín eigin kona
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Woyzeck
Þór Tulinius fyrir Manntafl hjá Þíbylju
Ahhh. Dauðariðillinn. Hér finnst mér nú vanta einn og annan. Hvar er Guðmundur Ingi, sem hefði mín vegna mátt vinna út á snilldartök sín í Glæp gegn diskóinu? Og hvar er Halldór Gylfason sem náði næstum því að bjarga Lífsins tréi með Jens sínum Dúffrín? Hefði í sjálfu sér ekki saknað Björns Hlyns, þó góður væri, og alls ekki Ingvars sem gerði ekkert merkilegt við Woyzeck. Sá því miður ekki Þór Túl.
En þetta er nú nokkuð gefið er það ekki? Hilmir Snær vinnur fyrir öryggi sitt í þrautabrautinni ógurlegu.
Leikstjóri ársins
Ágústa Skúladóttir fyrir Eldhús eftir máli
Baltasar Kormákur fyrir Pétur Gaut
Gísli Örn Garðarsson fyrir Woyzeck
Jón Páll Eyjólfsson fyrir Maríubjölluna
Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir fyrir Forðist okkur
Hef trú á því að Baltasar sigri sína öflugu mótherja, enda Gauturinn óvenju heilsteypt og áhrifarík túlkun á harðsnúnu klassísku verki. Ágústa kemur jafnframt sterk inn, svo og Stefán og Ólöf. Hef engar sérstakar athugasemdir við tilnefningar í þessum flokki.
Leikskáld ársins
Hugleikur Dagsson fyrir Forðist okkur
Hrund Ólafsdóttir fyrir Frelsi
Jón Atli Jónasson fyrir 100 ára hús hjá Frú Emilíu
Vala Þórsdóttir fyrir Eldhús eftir máli
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann fyrir Hungur
Fullt af (tiltölulegum) nýgræðingum, sem er flott. Sá ekki Frelsi og ekki 100 ára hús. Held með Hrund en veðja á Hugleik. Eldhúsið var frábær sýning, en held að það þurfi mikið að vera að í frumsömdum leikritum til að leikgerð verði tekin fram fyrir þau.
Og hér er náttúrulega enn við líði sú fráleita ósvinna að leikrit skrifuð fyrir áhugaleikfélög eru ekki með í keppninni. Fullyrði að ella væru Systur Þórunnar Guðmundsdóttur þarna á meðal, og hreint ekki minnst sigurstranglegar.
Sýning ársins
Eldhús eftir máli
Forðist okkur
Maríubjallan
Pétur Gautur
Woyzeck
Stóra bomban. Hér vantar klárlega eina sterkustu sýningu leikársins, Glæp gegn diskóinu. Annarra sakna ég svo sem ekki. Hér eru miklar prýðis-sýningar nefndar til sögunnar, en mig grunar að dómararnir verði sammála mér og krýni lygalaupinn Pétur konung leikársins.
Já, áhorfendaverðlaunin. Ég kaus Pétur Gaut. Fullkomið brúðkaup eða Ég er mín eigin kona vinna.
Og svo er bara að setjast í sóffann annaðkvöld með bjór og flögur og horfa á herlegheitin og flissa yfir hvað Varríus er víðsfjarri því að vera spámannlega vaxinn.
3 Ummæli:
Ég kaus Glæpinn. Eftirminnilegasta sýningin fannst mér, þótt Gauturinn væri flottur líka.
Og talandi um Sigurð Pálsson: Hannyrðir í útvarpsleikhúsið!!!
Daginn sem tilnefningar birtust gerði ég svona grófa spá líka. Best að henda henni hér inn áður en þetta brestur á. Hún er eingöngu byggð á því hvernig ég held að muni fara og hefur sumsstaðar ekkert með það að gera hvernig mér finnst að eigi að fara. Í öllum tilvikum er ég líka vanhæfur til að meta flokkana þar sem ég ekki séð allt og í sumum ekkert. En alltaf gaman að giska. (Ég tek t.d. þátt í tipp-leik um HM þótt ég hafi aldrei fylgst með fótbolta og engan leik séð og hef ekki hugsað mér það :))
Útvarp: Siggi Páls
Barnasýn.: Hafið bláa
Danshöfundur: Rui Horta :)
Dansari : Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Söngvari: Andrea Gylfa
Tónlist/Hljóðmynd: Nick Cave og co.
Lýsing: Björn Bergsteinn
Búningar: María Ólafs
Leikmynd: Börkur
Leikkona í auka: Brynhildur
Leikari í auka: Ingvar
Leikkona aðal: Ólafía Hrönn
Leikkarl aðal: Hilmir Snær
Leikstjóri: Baltasar
Leikskáld: Hugleikur
Sýning: Pétur Gautur
Assgoti er maður nú spámannlega vaxinn. Af 16 flokkum giskaði ég á 12 rétt. Margt var auðvitað ekki erfitt, en líka gaman að ramba á rétt þar sem maður hafði ekki hugmynd, eins og t.d. í dansaraflokknum.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim