Do you add songs to everything?
Þannig spurði furðulostinn (og mögulega pínulítið hneykslaður) amerískur blaðamaður eftir að hafa séð Fáfnismenn. Nú ber svo við að tveir gagnrýnendur víkja að því meðfram dómum sínum um Átta konur að eitt af sérkennum íslensks leikhúss sé að þar sé sífellt verið að bresta í söng. Og tónninn að auki eins og þetta sé nú frekar hallærislegt einkenni.
María K. er svolítið óheppin þegar hún nefnir Shakespearesýningar sem dæmi, og þykir greinilega frekar heimóttarlegt af okkur að troða sönglögum inn í þau. Lausleg upprifjun í huganum bendir til að þau leikrit Shakespeares þar sem enginn söngljóð er að finna séu einhversstaðar á bilinu 5 til 7. Hinsvegar eru að mér sýnist engin söngkvæði í handriti Elfride Jelinek að Virkjuninni svo nefnt sé nafn af handahófi, en nokkrum slíkum bætt í verkið af aðstandendum sýningar Þjóðleikhússins á því. Sem betur fer, leyfi ég mér að segja. Og myndi einhver nenna að horfa á leikrit Brechts ef ekki væri fyrir tónlistina?
Það er samt sannleikskorn í þessu. Það er rík hefð fyrir söng í íslensku leikhúsi. Ég ætti að vita það. Sú hefð er með sterkasta móti í Hugleik. Sem betur fer, leyfi ég mér að segja. Það virðist líka vera álit þeirra útlendinga sem hafa haft af okkur að segja.
Eftir því sem ég kemst næst er lítil sem engin hefð fyrir að nota söng eða aðra "live" tónlist í hinum framúrskarandi leiklistarlöndum fyrir botni eystrasalts. Þau horfa enda á okkur í forundran og aðdáun og skilja ekkert hvernig okkur dettur annað eins í hug og að hræra saman rokki og klisjuklassík í Sálum jónanna, auka dramatíkina með a cappella gerviþjóðlögum í Undir hamrinum eða skopstæla óperur í Bíbí og blakan.
þetta er okkar hefð. Hvernig væri að rækta hana frekar en láta eins og hún sé vandræðalegt afsprengi heimóttarskapar og nesjamennsku? William og Bertolt verða allavega kátir.
Eða með orðum franska gúrúsins Jean Cocteau:
What the public criticizes in you, cultivate. It is you.
María K. er svolítið óheppin þegar hún nefnir Shakespearesýningar sem dæmi, og þykir greinilega frekar heimóttarlegt af okkur að troða sönglögum inn í þau. Lausleg upprifjun í huganum bendir til að þau leikrit Shakespeares þar sem enginn söngljóð er að finna séu einhversstaðar á bilinu 5 til 7. Hinsvegar eru að mér sýnist engin söngkvæði í handriti Elfride Jelinek að Virkjuninni svo nefnt sé nafn af handahófi, en nokkrum slíkum bætt í verkið af aðstandendum sýningar Þjóðleikhússins á því. Sem betur fer, leyfi ég mér að segja. Og myndi einhver nenna að horfa á leikrit Brechts ef ekki væri fyrir tónlistina?
Það er samt sannleikskorn í þessu. Það er rík hefð fyrir söng í íslensku leikhúsi. Ég ætti að vita það. Sú hefð er með sterkasta móti í Hugleik. Sem betur fer, leyfi ég mér að segja. Það virðist líka vera álit þeirra útlendinga sem hafa haft af okkur að segja.
Eftir því sem ég kemst næst er lítil sem engin hefð fyrir að nota söng eða aðra "live" tónlist í hinum framúrskarandi leiklistarlöndum fyrir botni eystrasalts. Þau horfa enda á okkur í forundran og aðdáun og skilja ekkert hvernig okkur dettur annað eins í hug og að hræra saman rokki og klisjuklassík í Sálum jónanna, auka dramatíkina með a cappella gerviþjóðlögum í Undir hamrinum eða skopstæla óperur í Bíbí og blakan.
þetta er okkar hefð. Hvernig væri að rækta hana frekar en láta eins og hún sé vandræðalegt afsprengi heimóttarskapar og nesjamennsku? William og Bertolt verða allavega kátir.
Eða með orðum franska gúrúsins Jean Cocteau:
What the public criticizes in you, cultivate. It is you.
4 Ummæli:
Þetta er skemmtileg hefð. Hins vegar er vandamálið við hana þegar hún villist inn í sjónvarp. Þar virkar þetta ekki (nema útfærslan sé góð, alà Singing Detective). Gott dæmi eru áramótaskaupin (nokkurn veginn öll). Lög sem eiga að vera fyndin virka sjaldnast nema í live flutningi. Og þó, kannski er ég einn um þessa skoðun. T.d. finnast mér Baggalútsmenn frámunalega skemmtilegir á prenti en get ekki séð neitt fyndið við lögin þeirra (þau ná því ekki einu sinni að vera hallærislega fyndin). En eins og ég segi, kannski er ég einn um þessa skoðun. Obufllrl!
Það var reyndar eftir sýningu á Páskahreti en ekki Fáfnismönnum sem blaðamaður Christian Science Monitor lét þessi orð falla, enda var þar um að ræða gamansaman sakamálakrimma í sumarbústað þar sem einn er drepinn, líkt og í Átta konum. Hann furðaði sig á því að fólki þætti ástæða til að bresta í söng við slíkar aðstæður. Hann hafði einmitt séð Fáfnismenn árið áður og var því að fatta að þetta hlyti að vera hefð.
Ég sá einmitt Virkjunina um daginn – og reyndar skemmti mér bara ágætlega – og það var ekki síst að þakka aldeilis frábærum söngnúmerum.
heyr, heyr. um að gera að nota hefðir sem aðrir hafa almennt ekki til að halda einhverjum séreinkennum. spurt er: steig páll baldvin í skítinn á tröppum þjóleikhússins eða hefur hann hrútshornhorn í síðu lárviðarskáldsins? þessi dómur hans er með því allra versta sem ég hef séð og á bágt með að trúa því að enginn ljós punkur sé á sýningunni..? iohefneh!
Páll Baldvin hefur aldrei þurft að stíga í skít til að skrifa fúllynda dóma. Hann hefur mér vitanlega ekkert horn í síðu lárviðarskáldsins, enda lárviðarskáldið andskotann ekki með neinar horntækar síður. Hann spyr reyndar hvort þetta hafi verið hugmynd lárviðarskáldsins og því er fljótsvarað ... það var það ekki, heldur lárviðarskáldið ráðið til verksins. Hins vegar er Páll vanur því að spyrja stóru leikhúsin um ástæður fyrir verkefnavali og krefja þau um listræna stefnu. Slíkar spurningar eiga eflaust fullan rétt á sér þegar þessi tegund „afþreyingarþunnilda“ eru sýnd. Og jújú ... það er fullt af ljósum punktum og skemmtilegum hlutum í sýningunni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim