þriðjudagur, mars 01, 2011

day 15 - a song that describes you

Einn fjölómenntaður maður

Einn fjölómenntaður maður
margt vissi um lítið
og undi sér aðallega
við allt sem var skrýtið.

Einn fjölómenntaður maður
mæddist í litlu-- en víða.
Fagnaði í fræðunum öllu
sem fátt virtist þýða.

Einn fjölómenntaður maður
varð margfáfróður
vissi ekkert um æðri plöntur
en allt um lággróður.

Einn fjölómenntaður maður
margs gekk því dulinn
voru sei sei já, svokölluð æðri
sannindi hulin.

Einn fjölómenntaður maður
mjúklega kyngdi þeim bita.
Hann sagði gjarnan sisvona:
Sælla er að gruna en vita.

Þórarinn Eldjárn.Æjá, hér er ég lifandi kominn. Finnst mér stundum. En hvað veit ég.Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim