föstudagur, desember 24, 2010

Jólahugvekja Varríusar

Jólin vega salt milli hátíðleika og gleði.

Hátíðleikinn á sinn kjarna í Heims um ból. Lagi sem upprunalega er dálítið hallærislegt alpa-gítarlag með pínu jóðli í bakgrunninum. En við höfum hægt á því, bætt við seigfljótandi raddsetningu og torskildum texta og ekkert lag er eins nátengt helgi jólanna. Hún þarf að vera. Þessi tilfinning að nú sé eitthvað merkilegt í vændum og ekki nóg að vera bara í stuði.

En stuðið þarf að vera þarna líka. Gleðin. Og það þarf að vera alvörugleði með hlátri og smá fíflalátum. Ekki bara bros til að breiða yfir hátíðleikann. Og samt má ekki skemma hann. Þetta er ekki auðvelt - en þeim mun dýrmætara.

Í ár er Varríus á gleðinótunum og óskar lesendum sínum gleðilegra jóla með kátustu tónlist sem hann þekkir. Take it away mr. Messiaen:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim