laugardagur, febrúar 13, 2010

Siðferði

Siðferði og réttlæti eiga að vera grunnhugtök í allri úrvinnslu hrunmála. Um það eru örugglega allir sammála. Einmitt þess vegna er held ég brýnt að fólk hugleiði inntak þessara orða.

Stundum segir fólk í viðtölum, bloggum og kommentum að það sakni þess að bankarnir/skilanefndir/ríkisstjórnin/bretaroghollendingar hafi siðferði að leiðarljósi í ákvörðunum sínum. Oftast orðar það þessa kröfu ekki svona kurteislega.

En þá er gott að spyrja viðkomandi hvað það á við með siðferði. Það er nefnilega ekki stytting á hugtakinu "það sem mér finnst, mér sem er svo ósköp saklaus og réttsýnn". Hvaða siðferðilegu verðmæti eru mikilvægust og hvernig á að láta þau birtast í því sem gert verður?

Þetta er ekki auðvelt. En við þurfum að vera viss um að úrvinnsla ógeðsins verði betri en framleiðsla þess. Þó það kosti tíma.

Held samt að það væri alveg jafn gott að halda auðpungunum frá peningapottunum meðan við hugleiðum eins og að geyma þá í þeim með óljósu loforði um að veiða þá uppúr ef þeir eru sekir um lögbrot.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim