mánudagur, nóvember 17, 2008

Hvað er að gerast?!

Ég er frekar tilbúinn til að gefa stjórnvöldum svigrúm. Ástandið er erfitt, það er margt að gera og þeir sem vinna verkið þurfa svigrúm.

Auðvitað væri betra ef þau ómökuðu sig oftar til að tala við okkur, og enn betra ef þau væru ekki svona oft staðin að spuna, hálfsannleik og lygum.

En ég er ekki frá því að spássíukrotið á viljayfirlýsingu Davíðs og Árna M. til IMF sé kornið sem stíflar stólpípuna.

Textinn sem krotið vísar í er eftirfarandi:
Hluti af framkvæmdinni er einnig mat á því hvort stjórnendur og helstu hluthafar hafi gerst sekir um afglöp i rekstri eða misnotkun á bönkunum.
Og krotið er svona:
Gefum okkur að DV-menn hafi ekki krotað þetta sjálfir.

En stendur alltsvo ekki til að meta hvort stjórn Seðlabankans hafi gerst sek um afglöp? Krafan hefur reyndar verið að þeir fari frá nú þegar - niðurstaða slíks "mats" blasi við öllum sem geta lesið og/eða horft á sjónvarp og/eða hlustað á útvarp.

Minnir ískyggilega á atriðið í In the name of the father þegar verjandi íranna finnur möppu hvar á stendur "Not to be shown to the defence".

Hversu geðveikir eru menn?

2 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Mjög.

11:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já nei nei, eru þetta ekki samtök atvinnulifsins, sundsamband Íslands eða KÍsill.

Hrafnhildur

8:30 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim