fimmtudagur, maí 22, 2008

Opið hús á hálfvitaverkstæðinu

Ljótu hálfvitarnir verða á Highlander á föstudagskvöldið og spila nýja stöffið sitt. Ókeypis inn, enda eiginlega ekki tónleikar, meira svona opin æfing. Ekki þessi venjulega stífa og formlega stemming sem einkennir tónleika hálfvitanna. Partý frekar.

Okkur langar voða mikið að sjá sem allraflest kunnugleg andlit - og ný. Lofum að það verður stuð, enda nýja stöffið stuðstöff. Yrkisefnin trúarleg, pólitísk, feminísk, síkólógísk og sósíalrealísk eins og fyrri daginn.

Byrjum um kl. 23. Hættum þegar við erum búnir.

Og fá sér!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim