þriðjudagur, maí 27, 2008

Mr. Dylan

Afstaða Dylans til aðdáenda sinna er (í besta falli) afstaða dýragarðspöndu til gestanna. Einhversstaðar á milli afskiptaleysis og fyrirlitningar.

Og hann má það.

Þó svo að rokktónlist sé 95% samspil þá lætur hann sér nægja að flytja lögin og skeytir engu um áhorfendur.

Og það er í lagi.

List Dylans liggur í óviðjafnanlegri ljóðlist hans, og samspili hennar við (öllu veikari) tónsmíðarnar. Engu að síður lætur hann sér í léttu rúmi liggja hvað skilst af muldrinu og sérviskulegum fraseringunum.

Og hvað með það?

Ég nennti þessu ekki til enda - sennilega ekki nógu mikill aðdáandi til að umbera umlið, klisjukennt og fagmennskudautt undirspilið og fyrirlitinguna sem meistarinn sýnir áhorfendum sínum.

Svo ég fór heim.

Og er jafnmikill aðdáandi og áður - sköpunarverk Dylans hafa nefnilega ekkert breyst. Og ég er ekkert fúll. Ég ákvað að borga mig inn og fékk nákvæmlega það sem ég gat vænst.

Það að ég eyddi ekki meiru af lífi mínu í að bíða eftir meiru en það sýnir að ég er ekki teymanlegri en raun ber vitni.

Sem mögulega er boðskapurinn. Don't follow leaders - watch the parking meters.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim