mánudagur, apríl 02, 2007

Helstu úrslit

Góð hálfvitahelgi. Að fimmtudaxkvöldinu meðtöldu þá spiluðum við þrjú gigg og vorum auk þess í sjónvarpinu. Allir virtust skemmta sér hið besta, og þeim merka áfanga var náð að um okkur var stofnaður þráður á Agoratorgi íslenskrar netumræðu, sjálfu barnalandi.

Að auki söng Varríus við agnostíska nafngjafaathöfn sem slapp líka alveg.

Miklar sviptingar hafa verið í heimi óopinberu heimsmeistarkeppninnar. Georgíumenn misstu titilinn til Skotlands, og nokkrum dögum síðar hrifsuðu Ítalir hann til sín og eru nú óumdeildir heimsmeistarar með báða titlana í húsi. En ekki er víst að Adam verði lengi í Róm, því stórlið Færeyja á næsta tækifæri til að ná þessum eftirsótta áfanga.

Bestu ummælin um úrslit kosninganna í Hafnarfirði komu frá Ármanni: "Ég vona að almannatengill álversins hafi verið á árangurstengdum greiðslum".

Bestu ummælin um hörmungina á Anfield átti Ingvi Leifs: "Í fyrsta sinn á æfinni var ég feginn að vera í fermingarveislu".

8 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til lukku með að vera lox búnir að meika það (á Barnalandi þ.e.).

Vefnördinn í mér tók hins vegar eftir að það vantar eitt "f" í "href" í barnalandstenglinum (sem fyrir vikið virkar ekki nema eftir krókaleiðum).

10:15 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Búinn að laga, takk fyrir það.

Blogger er vanur að skamma mann fyrir svona. Veit ekki af hverju það slapp í þetta sinn.

10:50 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Já, þið voruð fallegir hjá Jóni. Og völduð rétt lag til flutnings (eða kannski valdið það sig sjálft).

Annars fannst mér notalegt hvernig spjallið á Barnalandi færðist áreynslulaust frá skeggprýði hálfvitanna að barnsfæðingum.

11:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvaða hörmung ert þú að tala um?
Enn samt flottir hjá Jóni:-)

4:36 e.h.  
Blogger fangor sagði...

til hamingju, þá eruð þið loksins orðnir til í alvörunni.

9:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jei! Ég get svarið það. Ég sá mig í sjónvarpinu.

1:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég fór og skoðaði ykkur á veftíví. Þvílíkt samansafn illa rakaðra einstaklinga hef ég ekki séð fyrr. En lagið var gott og þið bara ....öh.. sætir?

2:15 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Geri ráð fyrir að við förum í vax áður en við hættum okkur vestur.

2:26 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim