föstudagur, desember 01, 2006

Blogg sem engu breytir

Þessi póstur er nú mest til að sýna lit. Hef eiginlega ekkert markvert að segja. Ljótu hálfvitarnir eru að fara að spila og hafa æft stíft þessa vikuna. Það er ógurlega skemmtilegt. Sama má reyndar segja um kammerkórinn Hjáróm sem ætlar að taka þátt í jólaprógrammi Hugleiks. Hálfvitarnir reyndar líka.

Það er líka gaman að fylgjast með B og D flokkunum engjast yfir Íraksmálum sínum. Uppáhaldsrökleysa Varríusar er tvímælalaust bísamrottuníhílisminn sem Sjálfstæðismenn telja sér helst vörn í núna: að það hefði engu breytt fyrir framgang málsins þó við/þeir hefðu(m) ekki tekið þátt.

No shit Sherlock?!

Nú getum við öll dundað okkur við það að gera lista yfir hroðaverk sem við hefðum óhrædd getað stutt í öruggri sannfæringu um að við hefðum hvort eð er ekki getað hindrað þau. Einhver kynni að spyrja "af hverju?" og svarið kemur um hæl úr Valhöll: "af hverju ekki?"

Þeir sem ekki hafa smekk fyrir samkvæmisleikjum Sjálfstæðisflokksins geta t.d. eytt helginni í að spila Line Rider.

Hér má sjá nokkur dæmi um afrek annarra í leiknum.

Góða helgi og skemmtun.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim