sunnudagur, nóvember 26, 2006

Vika hugleikskrar tungu - dagur 7

Við ljúkum þessari heiðursviku Hugleiks á stöku. Eins og bragfróðir vita eru Sléttubönd einhver slungnasta rímþraut í íslenskum skáldskap, og lét þó Snæbjörn Ragnarsson sig ekki muna um að binda slíka vísu fyrir Jólaævintýri Hugleiks. Hér lýsir Tommi litli skrögginum húsbónda sínum:

Drengur góður, ekki illt
öðrum hann vill gera.
Gengur keikur, fráleitt fyllt
fólsku þessi vera.


Jólaævintýri Hugleiks, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason 2005

Sléttubönd eru sem kunnugt er þeirrar náttúru að vísuna má lesa aftur á bak og áfram, orð fyrir orð. Og mögnuðust verða þau þegar merkingin stendur á haus þegar orðaröðinni er snúið við. Reynið sjálf.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

snillingur

11:24 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim