föstudagur, nóvember 24, 2006

Vika hugleikskrar tungu - dagur 5

Fögnum föstudeginum með uppáhaldssamtali Varríusar úr höfundaverki Hugleiks - og það er úr fyrsta hugleiksverkinu sem ég sá. Ef Harold Pinter hefði skrifað það væri fjasað um hið ósagða bak við orðin, undirliggjandi ógn og sennilega eitthvað um ofbeldið sem er innbyggt í valdastrúktúr heimsins. Sem betur fer er þetta eftir Imbu og Sigrúnu og því leyfilegt að finnast þetta fyrst og fremst fyndið.

AFGREIÐSLUSTÚLKAN
Það er bannað að hafa hunda hérna inni. Sérðu ekki skiltið?

KONAN MEÐ KÖTTINN
Þetta er ekki hundur, þetta er köttur. Þetta er hún Elsa og hún er 24 ára.

AFGREIÐSLUSTÚLKAN
Mér er alveg sama hvað hún er gömul. Þó það standi að það sé bannað að vera með hunda þá þýðir það líka að það sé bannað að vera með ketti. Við eigum bara ekkert skilti með mynd af ketti. Auk þess eru hundar og kettir það sama.

KONAN MEÐ KÖTTINN
Aldeilis ekki! Hundar eru hundar og kettir eru kettir!

RITHÖFUNDURINN
Ég átti einu sinni tvær bleyður.

AFGREIÐSLUSTÚLKAN
Ég verð að biðja þig að fara út kona góð.

KONAN MEÐ KÖTTINN
Er verið að reka mig héðan út?!

AFGREIÐSLUSTÚLKAN
Já, því miður, hér stendur skýrum stöfum að það sé bannað að koma inn með hunda.

KONAN MEÐ KÖTTINN
Heyrðir þú ekki hvað ég sagði. Hún Elsa er ekki hundur, hún er köttur.

RITHÖFUNDURINN
Hún er köttur.

AFGREIÐSLUSTÚLKAN
Mér er alveg sama hvort þetta er hundur eða köttur. Okkar reglur eru þær að það sé bannað að koma inn með hunda

RITHÖFUNDURINN
En hún er köttur!

AFGREIÐSLUSTÚLKAN
Þá verð ég að biðja ykkur bæði að fara út.

RITHÖFUNDURINN
Er bara verið að reka mann út!

AFGREIÐSLUSTÚLKAN
Því miður, reglurnar eru svona. Engir hundar.

RITHÖFUNDURINN
En ég er rithöfundur!

AFGREIÐSLUSTÚLKAN
Engir hundar, engir hundar.


Aldrei fer ég suður, Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir, 1990

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ha ha ha ha ha ha....
Þetta finnst mér fyndið!! Og gaman að lesa alla þessa búta undanfarið Toggi..

Frau Ringsted

11:31 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim