fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Settling the Score

Tók ágæta hugmynd upp hjá Gumma Erl, sem felst í því að láta slembiúrtak úr iTunes-safninu sínu búa til soundtrack við bíómynd um sig. Byrjaði á að gera þetta með aðallistann, þar sem er allskyns dót sem ég ég hlusta ekkert endilega á (komst ég að). Útkoman var þessi:

Opening Credits:
Your mother and I - Loudon Wainwright III
Svolítið skrítið að byrja á þessari hugljúfu skilnaðarballöðu, en stemmingin í laginu er allt í lagi. Greinilega samt ekki mikil hasarmynd.

Waking Up:
Coming soon - Queen
Obskjúr rokkari af The Game sem ég var löngu búinn að gleyma að væri til. Myndi samt alveg vekja mann.

First Day at School:
Lousiana Woman - Loretta Lynn
Bara skrítið, þó frú Lynn sé alltaf svöl.

Falling in Love:
Burkni og Jukka úr Stundinni okkar (demóútgáfa)
Og enn skrítnara. Reyndar dúett, en erfitt að sjá hvernig þau tvö gætu myndað hamingjusamt par, hvort öðru sjálfhverfara og sjálfmiðaðra. Svo er þetta "skrats-útgáfa" ætluð fyrir endanlega söngvara til að læra lagið. Ammælisbarn vikunnar syngur bæði hlutverkin.

Fight Song:
Workingman's Blues #2 - Bob Dylan
Lag af nýju plötunni. Ekki alvitlaust - en heldur ekki sérlega öflugt. Sennilega er þetta ekki alvöru rifrildi, heldur meira svona nöldur.

Breaking Up:
We are the Champions - Queen
Drama með bjartsýnum undirtóni. Passar ágætlega, þó Queen-slagsíðan sé skrítin.

Getting Back Together:
O thou that tellest good tidings to Zion úr Messíasi eftir Handel
Flottur fagnaðarsöngur. Verst að þetta er líka "skrats-útgáfa", ætluð til að kenna tímabundnum og/eða seinfærum söngvurum bassalínuna. Greinilegt að þessir endurfundir eru í Ísrael. Fínt, þangað langar mig að koma.

Wedding:
Snæfríður úr Stundinni okkar
Sjálfstæðis-manifestó Snæfríðar er mögulega aðalhittarinn í Stundinni í vetur. Þátturinn verður einhverntíman í nóvember, hlakkið til. Þetta er sko ekki undirgefin og hlýðin kona - og nákvæmlega ekkert að því.

Birth of Child:
Burkni og Jukka úr Stundinni okkar
Kemur þetta aftur! - og nú með endanlegum söngvurum. Tvíburar? Frekar kvíðvænleg tilhugsun að ala þetta lið upp. En hér eru greinileg Wagner-áhrif - ástar-leitmótífið birtist aftur þegar börnin fæðast.

Final Battle:
Bicycle Race remix - Queen
Freddy aftur - og lokaorrustan er þá greinilega eltingaleikur. Sennilega verið að reyna að elta krakkana á hjólum, eða þá hina sjálfstæðu konu.

Death Scene:
Surely he hath bourne our griefs úr Messíasi eftir Handel
Fallegt og viðeigandi. En aftur er það "skrats-útgáfan".

Funeral Song:
Niðurlagið úr Sálum Jónanna
Í alvöru - ekki svindl. Mússíkdrama um hvernig sálunum er bjargað úr klóm andskotans við hlið helvítis. Af jarmandi sóprandívu og svæfandi flautuleik.

End Credits:
Birkitré með Ljúbe
Fallegt rússneskt lag. Bara nokkuð gott á kreditlistann.

Mér fannst þetta nú hálf-súrrealískur listi. Svo ég ákvað að endurtaka leikinn og nota þá playlista með lögum sem mér finnst skemmtilegt að hlusta á. Hann er langur og fjölbreyttur og hér er niðurstaðan út frá honum:

Opening Credits:
Geimverkamaður - Árni Hjartarson
Ég veit reyndar ekkert hvað þetta lag heitir og skírði það þetta fyrir sjálfan mig. En þetta er uppáhaldslagið mitt eftir Árna og verður á disknum sem hann er í þann mund að gefa út. Frábær byrjun á myndinni, dularfull og fyndin með undirliggjandi trega.

Waking Up:
A new England - Billy Bragg
"I was 21 years when I wrote this song, I am 22 now, but it won't be for long" Skáld hins augljósa hefur talað. Flottur vakningasöngur hjá nýenduruppgötvuðum meistara.

First Day at School:
Masters of war - Bob Dylan
Úff. mr. Zimmermann leggur vopnasmiði og -skakara heimsins í einelti. Þetta verður spennandi skólaganga.

Falling in Love:
Killer Queen - Queen
Queen aftur! En núna er það spot on. Hver getur annað en fallið fyrir gyðjunni sem hér er lýst?

Fight Song:
I wish I was in New Orleans - Tom Waits
Greinilega ekki mikill baráttujaxl, óskar sér bara sem lenxt í burtu. Minnir á að þó Dylan óski stríðsherrunum dauða tæpitungulaust þá ætlar hann ekki að gera annað í málunum en að horfa á eftir þeim í gröfina og vona að það verði sem fyrst.

Breaking Up:
Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar - Megas
Flott stemming en textinn kemur svolítið skáhallt á mómentið. Týpískur megas sumsé.

Getting Back Together:
Wait and see - Stiff little fingers
That's more like it! Söngur um þrautseigju, hvernig sigrast má á erfiðleikum með vinnusemi og bjartsýni. Spot on.

Wedding:
Söngur Kapítólu - Hugleikur
"Það er allt í lagi, ég á svo góðan mann" Ótrúlegt en satt. Ekkert svindl.

Birth of Child:
Van Lear Rose - Loretta Lynn
Lagið er í miklu uppáhaldi og þarna minnist dóttir móður sinnar, en helvíti má hún vera bráðþroska!

Final Battle:
Senses working overtime- XTC
Greinilega f.o.f. innri barátta, eða þá við skilningarvitin. Kannski of mikið dóp? Gott lag allavega.

Death Scene:
Maggasýn - Þeyr
"Það er engin leið út úr þessu rassgati"

Funeral Song:
Burkni og Jukka - Stundin okkar
Það virðist ekki vera nokkur leið að losna við þetta lag! Hér er það hinsvegar dálítið gott, sjálfshól blómanna væri ekkert á skjön í líkræðu eða minningargrein. "þúsund kosti hef, en þessa helst: þakklæti og hógværð, vinarþel".

End Credits:
Indælu Vestmannaeyjar - The Puffins frá Eyjum.
Og nú erum við í súrrelistalandinu! Fyndinn texti við "Them old Cottonfields back home", í orðastað Árna Johnsen um jarðgangaþráhyggjuna. Eins og skrattinn úr sauðaleggnum en ekki slæmt samt.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hva datt þér ekki í hug neitt með Lúsífer þagar þú varst að þessu?
kv.Þráinn

5:15 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

"Því miður" er ekkert af því merka meistastastykki Laxá í Aðaldal inni í iTunes Library. Annars myndi hinn smekkvísi Shuffle-effekt vafalaust hafa týnt til eitthvað af því.

5:25 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim