föstudagur, nóvember 10, 2006

Langhundur um innflytjendamál

Nei annars, ég nenni því ekki. Má ekki á milli sjá hvorir eru meira pirrandi, fálmandi lýðskrumarnir í Frjálslyndaflokknum eða uppgerðareinfeldningar sem veifa rasistastimplinum um leið og einhver leyfir sér að vilja setja málið á dagskrá.

Sennilega erum við samt kominn yfir þann fasa - úr því það kemur í ljós að meirihluti þjóðarinnar er huxi yfir því hvernig á málum er haldið.

Það verður forvitnilegt svo ekki sé meira sagt.

Annað forvitnilegt er hvað verður um málarexturinn á hendur Jóni Baldvin fyrir að hafa meiðyrt ruslatunnulögreglustjórann.

Varríusi er spurn: er það ærumeiðandi að segja um einhvern að hann sé alræmdur? Segir það nokkuð um þann sem er sagður alræmdur, en þeim mun meira um hina sem tala illa um hann?

Meiðir það æru einhvers að segja að öllum finnist hann ljótur og leiðinlegur?

Svo við nefnum dæmi af handahófi þá var t.d. Jesús Kristur alræmdur. Og ekki verri fyrir vikið.

Myndband helgarinnar er, þótt ótrúlegt megi virðast norskur húmor. Sem er alræmdur en, eins og þessi skets sannar, ekkert verri fyrir það:Helgin fer í hugmyndavinnu, tónlistariðkun og kannski smá fótboltagláp. Gott plan.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hinn ótrúlegi norski húmor skýrist reyndar að hluta af því að þetta er danskur skets, en vissulega tekinn úr norsku sjónvarpi með norskum texta.

En húmorinn er danskur.

(Held ég alveg örugglega).

6:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvílíkur léttir, Tóró.

Ég var farinn að halda að þetta væri í annað skiptið á sama almanaksárinu sem ég sæi norska snilld.

Þá hefði heimsmynd mín hrunið.

1:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Datt inn á þessa síðu fyrir tilviljun að ég hélt en mér var greinilega ætlað að koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis:
Þetta voru Atle Antonsen, Harald Eia og Bård Tufte Johansen. Allir norðmenn og sketsinn úr einum af þeim fjölmörgu sketsaþáttum sem þeir eiga heiðurinn af og er sýndur í norska ríkissjónvarpinu.
Þykir leitt ef ég er að valda sigga p og tóró miklum vonbrigðum með þessum upplýsingum.

-norskur upplýsingamiðlari

11:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sjitt!

Fyrst anonymous getur nafngreint kappana verð ég að lúta höfði, en þeir eru að feika dönskuna helvíti vel (illa).

9:31 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

"Illa vel" var viðtekið að segja á Húsavík í mínum uppvexti, þar sem "illa" var notað sem áhersluorð.

Og það er illa gott ef Norðmönnum hefur áskotnast formælandi í lesendahópi Varríusar.

4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim