föstudagur, október 20, 2006

Föstudagssmælki

Það er ekki lítið sem orðskrípið "Vinnusmiðja" fer í taugarnar á mér. Þjóðleikhúsið er að innleiða þetta, væntanlega sem þýðingu á orðinu "Workshop", sjá t.d. hér. Þetta er forljótt orð, og auk þess er til það ágæta orð "Leiksmiðja" sem lýsir mun betur því sem fram fer á svona samkomum. Þá eru líka til danssmiðjur, textasmiðjur og örugglega hægt að smíða fleiri samsetningar ef þarf. En tröll taki vinnusmiðjur!

Annars er allt ágætt. Gamall vinur skaut upp kollinum í kommentakerfinu og benti á að "jafnvægisrökin" fyrir hvalveiðum hvíla á veikum vísindagrunni. Stebbi er sprenglærður í sjó-bissness og Varríus er sökker fyrir kennivaldi og flissar nú yfirlætislega í hvert sinn sem stjórnmálamenn og aðrir misvitringar slá þessu fram.

Helgin framundan er annasöm í meira lagi, en það gerir ekkert til því það verður að öllum líkindum allt ótrúlega skemmtilegt. Uppselt á Systur í kvöld, og búið að bæta við aukasýningu að viku liðinni. Enn er því von fyrir ykkur greyjin mín sem ekki hafið mætt.

Og svo eru það æfingar, útsetningar og upptökur á næsta skammti af tónlist fyrir Stundina með súpergrúppunni Börnum síns tíma.

Kannski þarf ég á Amadeus í græna jakkanum, skýrist á morgun.

Spamvörnin á póstinum mínum hefur greinilega verið reist á misgengi eins og tíska er með stíflur þessa dagana. Enda hefur hún nú brostið svo inn flæða ótrúlegustu gylliboð um allt sem nöfnum tjáir að nefna, aðallega þó kynlífs- og verðbréfatengt.

Besta subjectlínan úr farsinu hingað til barst rétt í þessu: off-ramp kangaroo.

Hver býr svona til?

Og talandi um sköpunarkraft. "Weird Al" Yankovic er stundum fyndinn, en þetta fer vel umfram eðlilegar kröfur. Hér hefur hann tekið hið meistaralega lag og myndband Dylans, Subterranean Homesick Blues og endurgert þannig að hver einasta ljóðlína er samhverf. Og gæti allt verið úr smiðju hr. Zimmermans. Baggalútur Smaggalútur mætti segja. Njótið nördsins.Og ef einhver vill frekar visku þá er hægt að smella hér og horfa á bút af viðtali grínmeistarans Jon Stewart við sjálfan Kurt Vonnegut.

Og fyrir hina fjölmörgu aðdáendur þvottavélaauglýsinga þá er þessi möstsí.

Og já strákar, svo má líka spila Saxxon. Þetta er frjálst land. Þannig.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Smiðja smiðja, liggur ekki beint við að workshops séu vinnubúðir.

2:48 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

klárlega betra en vinnusmiðja.

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta heitir Zaxxon for kræing át lád...

2:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Einu sinni notuðum "vinnustofa um..." (svona eins og "málstofa um...") hérna fyrir norðan - en það er nú eins og það er.

10:27 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim