fimmtudagur, september 28, 2006

Á öðru menningarstigi

Jón Sigurðsson formaður er svo sannarlega á öðru stigi en annað fólk.

Þegar virtur fréttamaður sem hefur áratugum saman sérhæft sig í málefnum náttúrunnar gefur út yfirgripsmikið plagg með hugmyndum um sáttagjörð í erfiðu deilumáli finnst honum hæfa að reyna að kæfa málið þannig að fréttamaðurinn sé klárlega að grínast, og reynir þannig að nota vinsældir hans sem skemmtikrafts sem vopn gegn honum.

Þegar á annan tug þúsunda manna safnast saman til að mótmæla stefnu hans (sem hann hefur reyndar afneitað með röksemdum sem hefðu sómt sér vel hjá trúarheimspekingum miðalda) segir hann að auðvitað komi ekki til greina að gera neitt, enda hafi "ekkert nýtt komið fram".

Ekkert nýtt? Eru svona fjöldamótmæli kannski daglegt brauð?

Á hvaða menningarstigi er stjórnmálamaður í lýðræðisríki sem lítur ekki á viljayfirlýsingu mannfjölda af þessari stærðargráðu sem ástæðu til að leggja við hlustir? Hafa aðeins verkfræðingar atkvæðisrétt á Íslandi? Mun hann e.t.v. ekki taka mark á kosningaúrslitum ef hann telur þær ekki byggja á nýjum staðreyndum eða röksemdum?

Í hönd fer ákaflega menningarlegt síðdegi og kvöld hjá Varríusi. Forsýning á Stundinni Okkar, Penderecki hjá Sinfó, myrkvuð borg og svo málverkasýning meistara Magnúsar.

Hlýtur að duga til að gleyma tilvist Framsóknarflokksins um stund.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim