fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Get your high heels off my chest

Varríus kynnir með stolti nýjan félaga á bloggaralistanum. Þangað hefur verið munstrað hæfileikabúntið og skáfrænka mín hún Lovísa. Hún er tónlistarmeistari mikill og mun diskur væntanlegur með alteregóinu Lay Low vera væntanlegur. Á blogginu er linkur yfir á Myspace-síðu trúbbans þar sem finna má tvö tóndæmi. Mér finnst hún algerlega brilljant trúbador. Og ég veit hvað ég syng.

1 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Fyrir nú utan það að hún er í algjörlega brilljant hljómsveit sem heitir Benny Crespo's Gang. Sú er að vísu ögn hávaðasamari en tónlist alteregósins.

12:30 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim