föstudagur, ágúst 11, 2006

Þessi sterka þögla

Það fer heldur lítið fyrir skrifum hér þessa dagana. Eins og venjulega eru það annir sem ráða þar mestu. Það er líka eitthvað svo dapurlegt að fylgjast með þjóðmálaumræðunni, allir í skotgröfunum með og á móti eftir flokkslínum. Líbanon, Lögregluofbeldi, Kárahnjúkar, Ofurtekjur. Hundleiðinlegt.

Ólíkt Máfnum hjá Leikfélaginu Sýnum í Elliðaárdal í skítaveðrinu í gær. Það var þó nokkuð skemmtilegt. Flippnálgunin nýttist einhliða aukapersónunum best, en þvældist á móti fyrir margflata ástar/haturskvartettinum í hjarta verksins; rithöfundunum og leikkonunum.

Vel heppnuð stytting (saknaði einskis). Góður slatti af prýðilegum leik. Tónlistin flott (þó ég skilji ekki alveg afhverju blokkflautukvartett). Mikið af hugmyndum, sumum góðum og öðrum síður.

Verst að finnast stundum eins og leikstjóranum þætti verkið ekki alveg verðskulda einlæga leit að því hvað er að gerast bak við orðin. Það er nefnilega þar sem skýringuna á því af hverju Tsékof kallar verkið "gamanleik" er að finna.

Það sást stundum - og þá var gaman.

Og þegar Gummi spilaði á hornið.

Og þegar þjónninn datt á bananahýðinu.

Og þegar Annabegga tók í vörina.

Og þegar Aldís talaði um að taka "lestina til Yelets með bændadurgunum"

Og þegar maður komst heim og gat hlýjað sér.

Af þessu tilefni er myndband helgarinnar dæmi um 111. meðferð á meistarastykki.Eigið þið góða eina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim