miðvikudagur, júlí 12, 2006

Syd

Áhrifamesti einfari rokksögunnar, Syd Barrett, er dáinn. Þó svo að öll lífvænlegasta tónlist Pink Floyd hafi orðið til eftir að hann dró sig í hlé er hann lykilmaðurinn að sköpun hennar. Hann gaf tóninn, opnaði gáttirnar að gigginu mikla á himnum sem félagar hans síðan miðluðu áfram.

Halldór Laxness lét einhversstaðar svo um mælt í framhjáhlaupi að rokkstjörnum (menn sem lært hafa nokkur grip á gítar, minnir mig að hann hafi orðað það) væri best lýst sem helgum mönnum, gúrúum, frekar en að kenna afrakstur þeirra við list. Löngu seinna sagði Megas að Bubbi Morthens væri helgur maður frá Austurlöndum, og var áreiðanlega að vísa í skilgreiningu Halldórs. Hún á auðvitað sérstaklega vel við um Syd Barrett.

Hér er fréttin og krækjur á hafsjó fróðleiks um þennan dularfulla meistara.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim