mánudagur, apríl 10, 2006

Blindsker

Að sjálfsögðu var horft á heimildarmyndina um Leiðtoga Unglingsára Minna í gærkveldi. Ágæt mynd sosum, svolítið eins og extra langur og óvenju efnisríkur Sjálfstætt fólk-þáttur án slepjulegrar nærveru Jóns Ársæls. Og atriðið þar sem Bogi Ág. ruglaðist á Tolla og Bubba var svo vond hugmynd að það fór langt með að rústa myndinni.

Og svo er hann náttúrulega barn síns tíma. Gerður á hamingjutíma söguhetjunnar með "Domestic Bliss" sem fókuspúnkt. Ofuráherslan á dópneyslu fortíðarinnar og unað edrúsins nokkuð yfirþyrmandi.

Og vissulega vekur Bubbi stundum upp í huga manns klisjuna um að lykillinn að velgengni í sjóbissness sé að feika einlægni.

Ákvað samt að trúa honum þegar hann lýsti því hvernig hann sneri baki við eigin meiki í Svíþjóð af því honum fannst svo leiðinlegt að syngja á ensku. Bara of væmið til að hægt sé að trúa því að þetta hafi bara verið afsökun á slöku gengi.

Ofsalega er til vandræðalega lítið myndefni af Utangarðsmönnum. Sýnir bara hvað samfélagið - og tæknin - hefur breyst mikið - ef svona fenómen kæmi fram í dag yrði það coverað 24/7 og þætti mörgum nóg um. En að eiga ekkert efni með þessu tímamótabandi á tónleikum er ótrúlegt og óþolandi. Ekkert nema þetta vandræðalega atriði úr áramótaskaupinu þegar leikarar voru í verkfalli og Utangarðsmenn mæmuðu Poppstjörnuna. Já og eitthvað álíka sterílt stöff af 45rpm. Og svo endurkoman.

Kannski samt bara gott - goðsögnin magnast auðvitað.

Og ætli Das Kapital sé ekki barasta hápunkturinn?

3 Ummæli:

Blogger Smútn sagði...

Einmitt og akkúrat Varri minn góður. Das Kapital var þrælgott band og sándið þrusuflott. Leyndarmál frægðarinnar er t.a.m. frábært lag sem heyrist aldrei í útvarpi. Mætti sannarlega heyrast til jafns við Blindsker!

Blogger finnst það vera algjört esomhkji.

10:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér fannst nú allrabest að heyra kynningu á Das Kapital á einhverri útvarpsrásinni hér syðra um daginn. Þá bar þulurinn sem vart hafði ná tólf ára aldri, nafn hljómsveitarinnar fram með ammrískum hreim " Des Capital"

11:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Das Kapital tíminn var fínn tími hjá Bubba og eftir það átti hann að koma sér aftur í vinnu í fiski!!! hann hefur ekki gert neitt að viti síðan þá og allt þetta Konuþema er bara leiðinlegt og alltaf sama dótið með mismunandi nöfnum.

7:06 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim