föstudagur, mars 31, 2006

Farinn í sveitaferð

er á norðausturleið í gagnrýnendaerindum. Verð á Hárinu hjá Menntaskólanum á Egilsstöðum í kveld, bruna svo á Tvo tvöfalda á Húsavík á laugardag og svo beint inn á Akureyri þar sem framhaldsskólarnir sýna Súperstar á laugardaxkvöld.

Fullur skammtur af afþreyingarleikhúsi um helgina semsagt.

Og svo verður nýjasta afurð lárviðarskálds Varríusar frumsýnt í kvöld. Mikinn skít á Þjóðleikhúströppurnar takk.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hárið, Súperstar.... hvað er það

við erum sko löngu búin að afgreiða það í Hagaskóla

West Side Story er sko miklu flottara :o)

Mér finnst að þú ættir að gera þér ferð í Hagaskóla í næstu viku... að sjá stjörnur framtíðarinnar... Þú verður ekki fyrir vonbriðgum ;o)

kveðja,
SB

1:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk kæri Varríus!

Skíturinn skilaði sér á tröppurnar. Elítingar og fyrirmenni runnu þar hvert um annað þvert og virtust tilbúin til að innbyrða það sem fram fór.

3:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Blogger virðist bísna sammála Fýlu-Palla í dómum sínum um lárviðarskáldið og kellingarnar 8. Alla vega segir hann „hateihh“ hjá mér. Vissi reyndar ekki að blogger væri holgóma.

12:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

„Fýlu-Palli“ var nokkuð fyrirsjáanlegur í dómi sínum en skoðanir hans og stórar spurningar ber þó að virða. Hann víkur reyndar ekki orði að verki lárviðarskáldsins sem slíku. Af þeim fimm dómum sem komnir eru telur lárviðarskáldið almennt vel sloppið frá sínum hluta verksins.

9:43 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim