laugardagur, janúar 21, 2006

Bentu á það sem að þér þykir skemmtilegast

Hér hefur þuli orðið á í messunni. Honum er slétt sama hvað þér þykir skemmtilegast, en vill að þú farir inn á Tónlist.is og lýsir því yfir að My delusions sé lag ársins.

Þulur fór samt ekki á Ampopkonsertinn í gær, en gerði þeim mun betri auglýsingar á sama tíma. Í kvöld var svo matflagað í sóffa, sofið smá og horft svo á Mystic River sem er helvíti góð, enda gæðaleikarar á öllum póstum og allir með Bacontöluna 1 nema einn.

Á morgun hefst svo nýr kapítuli í lífi Varríusar þegar hann hefur þátttöku í slagverkshóp. Þar er svo sannarlega anað út í óvissuna enda veit hann ekki einusinni hvar hittingurinn er. Sennilega rennur maður á hljóðið.

Og svo er það Naglinn í gagnrýnendagallanum annaðkvöld, Hraun! á eftir ef orkan dugir. Síðan eru áform um að sjá Klaufa og Kóngsdætur á sunnudag, enda síðasti séns að sjá The Original Cast. Spennandi breytingar framundan.

Reyndar margt spennandi framundan. Segi ekki meir...

En muna að kjósa á tónlistpúnkti-is. Og kjósa rétt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim