fimmtudagur, janúar 07, 2010

ICESAVEaddict

Guð gefi mér æðruleysi, en ég held ég sé orðinn háður Icesaveumræðunni. Kveikti á hádegisfréttunum sem byrjuðu á mannskaðaeldsvoða við Hverfisgötu og ég hugsaði bara: "jájá, en hvað er að GERAST?"

Það er gott ef eitthvað gott hlýst af ákvörðun forsetans, sem við fyrstu sýn var bæði sjálfselsk, byggð á vafasömum rökum og skilað til ríkisstjórnarinnar á ótrúlega hrokafullan hátt.

Líklegasta atburðarrásin: Þjóðin hafnar ICEsave 2 (sérstaklega í ljósi samúðar í erlendum fjölmiðlum) - þverpólitísk samninganefnd verður send á vettvang og nær (vonandi) álíka góðum samningum og við höfnuðum - þingið samþykkir ICEsave 3 - forsetinn skrifar undir.

Allir glaðir.

Raddir um að forsetinn segi af sér ef atkvæðagreiðslan segir Já eru ótrúlega heimskulegar. Næstum jafn heimskulegar eru raddir um að ríkisstjórnin sé sjálfkrafa fallin ef niðurstaðan verður Nei.

Og þeir sem segja að við eigum ekki neitt að borga eru enn að gjamma. Það er enn verið að grugga vatnið.

Sem mér sýnist Steingrímur J. vera að standa sig frábærlega við að hreinsa. Djöfulsins orkubúnt er maðurinn!

Það er smá birta fyrir umræðunni núna. Kannski á að horfa framhjá sjálfselskuhlið forsetaákvörðunarinnar, aldeilis furðulegum vendingum stjórnarandstöðunnar og þóttagremjunni í fyrstu viðbrögðum stjórnarinnar. Og vonast eftir einhverskonar sameiginlegum fronti.

Vona bara að allir átti sig á að hagsmunirnir sem eru í húfi eru mikilvægari en einhver stig sem hægt er að skora í fjórflokkapólitíkinni.

Hver sem verður staðinn að svoleiðis tapar.

3 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Ég varð fokvond þegar ég varð vör við að þingmenn í ríkisstjórnarflokkum væru að stilla málum þannig upp að kjósendur þyrftu að velja á milli forseta og ríkisstjórnar í atkvæðagreiðslu um Icesave.

Apar.

En menn róuðust nú sem betur fer fljótlega.

Blogger segir reyndar pereshes... :/

7:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svooooooo sammála þessu öllu.

Óóóóótrúlega heimskulegar umræður um að annar hvor þurfi að segja af sér.

SS

11:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er Like takkinn?

10:26 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim