Jesus Christ!
Ég hef stundum skrifað hér um Kneehigh-leikhópinn breska og galdrana sem þau magna upp. Samskeytalaus eining fíflaláta, alvarleika og fegurðar.
Það gleður mig að hafa upplifað íslenska sýningu sem nær sömu töfrum. Jesús litli í Borgarleikhúsinu er algerlega geníal sýning. Að springa úr leikgleði sem helst í skefjum af augljósri alvörunni sem undir býr og birtist þegar minnst varir og nær til manns í gegnum hláturtárin sem fyrir sömu töfra breytast í annarslags tár á augabragði.
Stundum sér maður svo vondar leiksýningar að mann langar bara allsekki nokkurntíman aftur í leikhús. Og stundum er upplifunin svo frábær að helst myndi maður vilja láta þær duga, af ótta við að jafnvel miðlungsgóð sýning sjúski út minninguna um fullkomnunina.
Þannig er Jesús litli. Drífa sig svo! Og ekki láta "uppselt" blekkja ykkur. Það voru ca 20 sæti laus þegar ég fór, og sennilega alltaf einhver.
Það gleður mig að hafa upplifað íslenska sýningu sem nær sömu töfrum. Jesús litli í Borgarleikhúsinu er algerlega geníal sýning. Að springa úr leikgleði sem helst í skefjum af augljósri alvörunni sem undir býr og birtist þegar minnst varir og nær til manns í gegnum hláturtárin sem fyrir sömu töfra breytast í annarslags tár á augabragði.
Stundum sér maður svo vondar leiksýningar að mann langar bara allsekki nokkurntíman aftur í leikhús. Og stundum er upplifunin svo frábær að helst myndi maður vilja láta þær duga, af ótta við að jafnvel miðlungsgóð sýning sjúski út minninguna um fullkomnunina.
Þannig er Jesús litli. Drífa sig svo! Og ekki láta "uppselt" blekkja ykkur. Það voru ca 20 sæti laus þegar ég fór, og sennilega alltaf einhver.
1 Ummæli:
Amen og Halelúja.
Segi það sama. Þessi sýning er svo mikil og margþætt snilld að annað eins er vandfundið.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim