Díll?
Það má vel vera að núna sé ekki tími nornaveiða og blóraböggla, heldur neyðarviðbragða og reddinga.
En einhverjir bera samt ábyrgð. Þeir eru ekki allir í sama liði þannig að gömlu víglínurnar og jarðsprengjusvæðin í kringum þær eru bara til trafala, hafi þau einhverntíman verið til gagns.
Hér er uppástunga:
Ég er til í að fresta því að kveikja undir tjörupottinum og hætta að reyta hænurnar ef þeir sem bera ábyrgð eru til í að stíga fram og segja: Ég klúðraði. Ég stóð mig ekki. Ég var of gráðugur:
Þeir sem hönnuðu kerfið sem leyfði þessa fráleitu atburðarás
Þeir sem augljóslega hafa grætt óheyrilega á óförunum
Þeir sem veittu almenningi vísvitandi rangar upplýsingar fram á síðustu stundu
þeir sem áttu að standa vaktina en sváfu
Þeir lásu varnaðarskýrslur með lesblinda auganu og hæddust að úrtölumönnum
Þeir sem skömmtuðu sér ofurlaun en klikkuðu samt
Þeir sem tóku rangar ákvarðanir í upphafi ógæfunnar
Ef helstu syndaselir eru til í að koma úr felum og viðurkenna mistök sín er ég til í að fresta því að refsa þeim.
Ef ekki, þá neyðist ég víst til að halda áfram að leita að þeim.
Og hita og reyta.
Annars er Varríus fertugur í dag. Hárin á eyrunum hafa aldrei farið mér eins vel.
En einhverjir bera samt ábyrgð. Þeir eru ekki allir í sama liði þannig að gömlu víglínurnar og jarðsprengjusvæðin í kringum þær eru bara til trafala, hafi þau einhverntíman verið til gagns.
Hér er uppástunga:
Ég er til í að fresta því að kveikja undir tjörupottinum og hætta að reyta hænurnar ef þeir sem bera ábyrgð eru til í að stíga fram og segja: Ég klúðraði. Ég stóð mig ekki. Ég var of gráðugur:
Þeir sem hönnuðu kerfið sem leyfði þessa fráleitu atburðarás
Þeir sem augljóslega hafa grætt óheyrilega á óförunum
Þeir sem veittu almenningi vísvitandi rangar upplýsingar fram á síðustu stundu
þeir sem áttu að standa vaktina en sváfu
Þeir lásu varnaðarskýrslur með lesblinda auganu og hæddust að úrtölumönnum
Þeir sem skömmtuðu sér ofurlaun en klikkuðu samt
Þeir sem tóku rangar ákvarðanir í upphafi ógæfunnar
Ef helstu syndaselir eru til í að koma úr felum og viðurkenna mistök sín er ég til í að fresta því að refsa þeim.
Ef ekki, þá neyðist ég víst til að halda áfram að leita að þeim.
Og hita og reyta.
Annars er Varríus fertugur í dag. Hárin á eyrunum hafa aldrei farið mér eins vel.
8 Ummæli:
Til hamingju með afmælið!
Til Hamingju
Til hamingju með afmælið,ekki bagalegt að fá góðan sigur gegn Everton í afmælisgjöf.
Kv Sneiðin
Til hamingju með afmælið í gær. Augljós kostur við það að eldast er að maður er a.m.k. ekki dauður á meðan. Gott að vita að þú sért líka kominn með lubba á eyrun.
Til hamingju með afmælið.
Til hamingju með afmælið.
Hvenær er partíið?
En þetta er bara plott til að láta þá koma úr felum, og svo ætlum við samt að tjarga þá og fiðra, flengja og hengja. Er það ekki, örugglega?
Það verður gaman í síðpaunkinu sem er alveg á leiðinni.
Partíið gengur undir nafninu hálfvitatónleikar á Rósenberg á laugardaginn. Þá verður Ármann nefnilega fertugur.
Mætið og kætist og fá sér. Það dettur ekki í sig sjálft.
Eða eins og sagt var á Húsavík í (pre?)paunkinu:
Meira Helvíti - Meira Paunk!
Agalegt paunk í að skrifa pönk paunk. Ánægður með þig. Þetta er eitthvað svo miklu réttara. Hvað tilgerðarlegu tepru datt eiginlega í hug að þýða punk sem pönk en ekki paunk upp á Laxnessku? Ef eitthvað orð á skilið að brjóta ng- og nk-regluna og vera skrifað eins og það er sagt, þá er það paunk.
Sævar
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim