þriðjudagur, september 09, 2008

Vindbelgjaleiga Varríusar

Hljóðfærasafn Varríusar brást ljúflega við beiðni Íslensku óperunnar um lán á sekkjapípu í næstu sýningu þessa virðulegasta áhugaleikfélags landsins. Góðu heilli verður hún einungis til sýnis. Það sama verður ekki sagt um Kristján Jóhannsson, sem mun syngja aðalrullurnar í einþáttungunum, Cavalleria Rusticana og I Pagliacci til skiptis á móti Jóhanni Friðgeiri.

Ef einhver hefur hug á að hlýða á ómþýðan sekkjapípuleik þá hljóta skosku fótboltabullurnar að vera tilkippilegar í svoleiðis.

Fyrir rokkhunda er sennilega betra að tékka á fyrsta síngulnum af næstu plötu AC/DC. Hér er Rock'n'Roll Train - ágætis rokkslagari og minnir mig bæði á eldgamalt ACDC-stöff og jafnvel Start me up með Stónsurunum.

Fyrir bókmenntaunnendur er hinsvegar enn meira gaman að tékka á 28 skrítnustu bókatitlum síðustu 30 ára.

Eitthvað fyrir langflesta á Varríusi í dag.

1 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Það stóð nú einn skoti fyrir utan vinnuna mína í dag í fullum skrúða og spilaði á sekkjapípu. Það glaðnaði heldur yfir fólki við það.

8:08 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim