fimmtudagur, júlí 17, 2008

Fyrsti áfanginn

Tónleikarnir í kvöld voru snilld. South River band voru guðdómlegir, áhorfendur voru mun fleiri en við þorðum að vona og meðtækilegir með afbrigðum.

Ægilega gaman að byrja túrinn svona.


Vieira var númer fimm, Ian Wright númer fjögur og Tony Adams númer þrjú. Spennandi að sjá hvort spá mín rætist um röðina á Henry og Bergkamp. Ég hef mínar efasemdir.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Og a.m.k. tvo áhorfendur og áheyrendur verkjaði í hláturkjálkana að tónleikum loknum. Óli hefur þá ekkert verið að grínast þegar hann sagðist aldrei hafa spilað á svo fjölmennum tónleikum ...

Eina svindlið var að ég heyrði ekki alla brandarana, kannski standið þið fullnærri míkrófónunum - eða kannski hló ég of mikið að þeim sem ég heyrði til að hlusta eftir þeim sem á eftir komu.

Ég hló og tók undir (vona að maður megi syngja með). Ég var samt ekki háværust, það var konan á 2. bekk. Leitt að Habbý skyldi vera farin norður og missa af því að þessir tónleikar hafa lengi verið á stefnuskránni.

Berglind Steins

4:40 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim