laugardagur, október 27, 2007

Tíu litlir pönkarar

Er orðið "negrastrákur" meiðandi? Ekki í minni máltilfinningu. Kannski eru hugrenningatenxl við samstofna enskt orð að flækjast fyrir fólki. Ekki væri það í fyrsta sinn sem það tungumál brenglar hugsun á Íslensku.

Ég fer (of) sjaldan i bíó og er t.d. ekki búinn að sjá nema eina af þeim myndum sem berjast um Edduna að þessu sinni. Þarafleiðandi er ég tæpast dómbær á hvort að útreið Astrópíu sé eðlileg. Hitt veit ég að ef aukaleikarar í hinum myndunum stóðu sig svo vel að ekki þurfi að hafa Höllu Vilhjálmsdóttur á blaði þá erum við þokkalega sett.

Crass þykir mér alltaf með merkilegri hjómsveitum. Það eru því gleðitíðindi að þar eru ríjúnionhræringar á ferðinni. Ekki eru allir hljómsveitarmeðlimir jafn kátir, enda kæti aldrei ein af höfuðdyggðum Crassverja.

Mikið skil ég vel að þeir sem nota hana í vinnunni vilji gera biblíuna brúklegri með þvi að breyta bræðrum i systkyni, þrælum í þjóna og kynvillingum i guðmávitahvað. Eins skil ég vel að bókstafstrúarmönnum þyki illa farið með grundvöll sinn. Og að trúleysingjar séu fúlir yfir að verið sé að kalka yfir sum sönnunargögn þeirra gegn notagildi bókarinnar sem leiðbeiningarits fyrir nútímafólk. Því miður hindrar þessi altumlykjandi skilningur mig í að hafa afdráttarlausa og krassandi skoðun á málinu.

Ljótu Hálfvitarnir spila á draugabarnum á Stokkseyri í kvöld kl. 22.30. Giggið er fjáröflun fyrir fótboltafélagið Ástrík. Það verður sennilega bara talsvert gaman.

5 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Mér finnst þetta einfalt. Biflíuna er hægt að setja í sama flokk og hómerskviður og aðrar lykilbókmenntir fornaldar. Sem (ekki svo) gamall (næstum því) fílólóg finnst mér að fyrst verið sé að gera einhverja offisjal versjón af biflíunni eigi hún fyrst og fremst að vera textafræðilega rétt og unnin af fræðilegri vandvirkni. Öðrum er svo frjálst að gera sínar sérviskulegu útgáfur eins og þeim sýnist. Hins vegar kann ég ekkert í grísku og get því ekki sagt neitt af viti um þýðinguna sem slíka...

12:12 e.h.  
Blogger Eyja sagði...

Það sem ruglar þetta Biblíumál er að það er verið að hræra saman ólíkum markmiðum þýðingar. Þ.e.a.s. jafnréttissinnuðu guðfræðingarnir gefa í skyn að þýðing í þeirra anda sé jafnframt textafræðilega réttari og meira í anda "upprunalegrar" merkingar. En málið er mér í raun óskiljanlegt sem og ýmislegt annað. T.d. hef ég aldrei getað skilið hvers vegna frjálslynt og fallega þenkjandi fólk kærir sig yfirleitt um að kenna sig við sömu trúarbrögð og hatursfullir afturhaldsseggir.

Hvað varðar negrastrákana þá finnst mér réttast að vísa málinu til þeirra sem málið varðar. Við sem ekki erum hópi hörundsdökkra drengja erum tæplega dómbær á það hvort orðið sé særandi. Og það er jú ekki bara þetta orð sem málið snýst um, er það? Auk þess hefur þessi bók tæplega svo mikið bókmenntalegt gildi að útgáfa hennar sé mikilvæg í þeim tilgangi.

1:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þið verðið að spila "Allir í Gallana" handa Ástríki!

9:32 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Og það gerðum við mr. Havarti. Með rifið snerilskinn, brotinn kjuða, frosna öxl og við mikinn fögnuð.

12:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Og brutum m.a.s. odd af því húsvíska oflæti sem oft einkennir bandið ... tíhí ... og breyttum Völsungur í Ástríkur. Allavega svona þegar forsöngvarinn mundi eftir því. Það féll í góðan jarðveg.

12:51 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim