föstudagur, júlí 27, 2007

Látið óbloggað

Var að hugsa um að skrifa langan og mæðulegan póst um geðvonskuna sem hefur mætt Saving Iceland fólkinu í bloggheimum og víðar, en nenni því ekki. Enda fæ ég ekki betur séð en hér sé stórum hluta þess sem ég hefði haft að segja komið á framfæri á skýran og skilmerkilegan hátt.

Kannski ætti ég frekar að helga bloggfærslu dagsins Hvíta húsinu, þar sem ég læt af störfum í dag. Held ég láti það bíða aðeins.

Það er föstudagur, og rétt að lyfta sér frekar aðeins upp. Skrapp á Jútjúb og sótti þangað nokkra gimsteina með meistara Tom Lehrer:

Werner Von Braun

National Brotherhood week

Pollution

So long, mom

Góða - en þó hæfilega kaldhæðna - helgi.

3 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Greit!
Fyrst þú ert hættur að skemmta skrattanum getum við þá ekki farið að skrifa? Ha?
Viss um að restin af Ebenezersgenginu iiiðar ekki minna í skinninu en ég.

9:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sorrí Sigga, hann hefur engan tíma...

En fyndið því mér datt einmitt í hug að tékka á meistara Lehrer á þútúbunni í áðan (áður en ég las þetta blogg) og komst þá að því að einhver er nýbúinn að skella þessu þar inn. Afar minimalískur performer...

12:15 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Enda með fyndnar augabrúnir, sem er fullgott í expressjónirnar við þessar aðstæður.

11:02 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim