Popp og pólitík
Hálfvitar gerðu góða reisu norður. Ærðum troðfullan sjalla af kúabændum og skemmtum svo enn troðfylltari grænum hatti af allskyns fólki, i góðu félagi við Hund í óskilum og Túpílaka. Í hvorugu bandinu hef ég heyrt lengi og urðu það fagnaðarfundir fyrir eyrun og kátínukirtlana.
Spilum næst í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaxkvöld og 'lakarnir líka.
Mikið er ég feginn að vita hvað ég ætla að kjósa. Veit ekki hvort það er mér eða umræðunni að kenna en ég get ekki huxað mér að hlusta/horfa á stjórnmálaumræður núna. Óbærilega leiðinlegt og að ég held alveg óvenjulítið upplýsandi. Hin þráhyggjulega árátta spyrla að ræða helst niðurstöður skoðanakannana og möguleg ríkisstjórnarmynstur er illþolandi.
Kosningar á ekki að spá í eins og bikarúrslitaleiki. Það er innihaldið sem skiptir máli. Hvernig væri að einbeita sér að því?
Spilum næst í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaxkvöld og 'lakarnir líka.
Mikið er ég feginn að vita hvað ég ætla að kjósa. Veit ekki hvort það er mér eða umræðunni að kenna en ég get ekki huxað mér að hlusta/horfa á stjórnmálaumræður núna. Óbærilega leiðinlegt og að ég held alveg óvenjulítið upplýsandi. Hin þráhyggjulega árátta spyrla að ræða helst niðurstöður skoðanakannana og möguleg ríkisstjórnarmynstur er illþolandi.
Kosningar á ekki að spá í eins og bikarúrslitaleiki. Það er innihaldið sem skiptir máli. Hvernig væri að einbeita sér að því?
1 Ummæli:
Er einmitt ekki búinn að ákveða mig og er mikið að spá í að horfa bara á júróvisjón, einmitt út af þessu bulli öllu saman.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim