Hér er ég
Ætli þetta sé ekki lengsta blogghlé Varríusar. Þessi póstur er nú aðallega til þess að fólk viti að ég er ekki hættur eða farinn.
Fór á Ófögru veröld á föstudaginn. Leiddist. Verkið sýndist mér vera frekar ófrjó uppsuða úr þeim vonda absúrdisma, sem aftur virtist gefa leikstjóra og öðrum undir fótinn með að hafa allt bara nógu kaótískt. Útkoman stefnulaus og þreytandi. Nokkrir sæmilegir brandarar. Ekki nóg.
Fór síðan í gagnrýnendajakkanum á Ást. Sú ferðasaga ætti að koma í mogga morgundagsins.
Það er mikil sigling á Ljótu hálfvitunum. Allskonar gigg bókuð hjá ótrúlegustu aðilum. Já og svo fórum við í stúdíó og tókum upp tvö lög. Það var mikið gaman. Annað þeirra er á Speisinu.
Fór á Ófögru veröld á föstudaginn. Leiddist. Verkið sýndist mér vera frekar ófrjó uppsuða úr þeim vonda absúrdisma, sem aftur virtist gefa leikstjóra og öðrum undir fótinn með að hafa allt bara nógu kaótískt. Útkoman stefnulaus og þreytandi. Nokkrir sæmilegir brandarar. Ekki nóg.
Fór síðan í gagnrýnendajakkanum á Ást. Sú ferðasaga ætti að koma í mogga morgundagsins.
Það er mikil sigling á Ljótu hálfvitunum. Allskonar gigg bókuð hjá ótrúlegustu aðilum. Já og svo fórum við í stúdíó og tókum upp tvö lög. Það var mikið gaman. Annað þeirra er á Speisinu.
4 Ummæli:
hvar er speisið?
Farðu á Ljotuhalfvitarnir.is
krækjan er efst í hægra horninu
Speis-linkurinn vísar altsvo aftur á Varríus en ekki speisiið. Þess vegna hefur Lalli verið týndur.
Afar mínir hétu báðir Sævar og ég er skírður í höfuðið á þeim báðum! Eða það heldur bloggerinn. Báðar fullyrðingar eru rangar.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim