miðvikudagur, desember 20, 2006

Tónlistarjól

Ekki reyndist unnt að spila fótbolta í Liverpúlborg í gær vegna þoku og því fór sá qualitytími fyrir lítið. Fór þess í stað og raulaði eina bassarödd inn á jólaplötu Hrauns. þar reyndist vera hið ógurlegasta Progg-jólalag (5/4 og allt!), sem auðvitað var löngu tímabært að gera - progg-aðdáendur eru líka fólk. Já, meira að segja Marillionaðdáendur hafa tilfinningar!

Hraunverjar halda svo sína árlegu jólatónleika á Rósenberg föstudaginn 22. desember nk. Það verða góðir tónleikar, enda Hraun einhver skemmtilegasta hljómsveit í sólkerfinu. Líka þegar hún spilar progg.

Gott dæmi af handahófi um hljómsveit sem ekki spilar progg eru Ljótu Hálfvitarnir. Af þeim er það helst að frétta að þeir æfa stíft fyrir tónleikaferð sína um Þingeyjarsýslur milli jóla og nýárs. Meira um það á heimasíðunni, en þar gefur líka að líta fyrstu myndina af bandinu. Hún er unnin í finnskum sósíalraunsæisstíl af henni Tiinu, sem er jafnframt spúsa Gumma Svafars, 1. balalækuleikara sveitarinnar, auk þess sem hann grípur m.a. í sprekán.

Þar með má segja að Tiina sé Yoko Ono okkar hálfvitanna. Og þar sem Ljótu Hálfvitarnir eru helmingi stærri en Bítlarnir blasir við að Tiina er snöggtum betri myndlistarkona en sú japanska.

Allavega hálfvitalegri.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Setjið nú hálfvitana á mæspeis. Svona til að vera hálfvitar með hálfvitum (eða vanvitum).

12:55 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Mæspeis er vissulega ljótasta og hálfvitalegasta umhverfi sem gefst á vefnum. Það hlýtur að koma að því að við stofnum útibú þar.

1:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að segja að þessi mynd er bara stórkostleg í alla staði nema að Baldur lítur út eins afsprengi Danna Pollock og Medúsu.

1:58 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim