þriðjudagur, október 10, 2006

Lífsmark

Er ekki hættur að blogga. Bara eitthvað sljór og tættur.

Skrifaði reyndar langan hund í dag um Stóra Trúleysismálið en veit ekki hvort ég sé nokkuð að birta hann.

Fór á eina kvikmynd á hátíðinni, Elegy of Life, sem fjallar um þau heiðurshjón Msitslav Rostropovitsj og Galínu Vishnevskaju. Þetta var ekki góð mynd, en efnið var áhugavert, og það er betra en góð mynd um óáhugavert efni, er það ekki?

Eyddi svo helginni í sveitinni með Stundarstrákunum að semja næsta skammt. Við stóðum okkur vel og það var gaman.

Fór áðan á Patrek 1,5 á Selfossi. Meira um það í Mogganum við tækifæri.

Tvö barnaleikrit á radar gagnrýnandans um næstu helgi.

Kannski er ég að sérhæfa mig án þess að taka eftir því.

Mér vona að það verði haldið fast í kröfuna um að öll kurl verði lögð á borðið um njósnastarfsemina. Ég vona að spunarokkar Sjálfstæðisflokksins nái ekki að grugga vatnið nægilega til að ekki sjáist lengur í aðalatriðin. Ég vona að næst þegar Björn B. fer að tala um fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi þegar hann er spurður um njósnir um fólk með óæskilegar skoðanir eins og í Ísland í dag um daginn þá hafi spyrillinn bein í nefi til að halda honum við efnið.

Ekki er ég samt bjartsýnn.

3 Ummæli:

Blogger Þorbjörn sagði...

Líklega má fara að skrifa dánartilkynningu þessa máls, því miður.

10:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Horfði á stundina. Miðað við stundina okkar var hún býsna skemmtileg en mér þykir afskaplega leiðinlegt að horfa á barnaefni. Sennilega af því að ég á svo mörg börn... En mest er um vert að nú mega strákarnir mínir sko ekki missa úr einn einasta þátt af "nýju stundinni" og þeir fíla rokkið!!! Okkur hjónum þykja lögin bera keim af fóstureyðingabrúðkaupsskáldinu??? Er það möguleiki?

Þið rúlið! Kveðja Pdveonku

10:32 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Það er keimur já, en réttirnir koma samt úr ýmsum áttum.

Seiekkimeir...

það gleður mig að blessuð börnin vilja horfa. Og að við kveljum þig ekki meir en nauðsyn krefur.

11:39 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim