Sama sagan?
X er eitt mest umrædda og umdeilda fyrirbæri í heiminum.
X er af mörgum talið mesta mein mannkynsins, illvættur sem gleypir sálir fólks og sviftir það skynsemi, ráði og rænu. X er haldið að börnum á viðkvæmu þroskaskeiði og allt kapp lagt á að fá þau til að ganga X á hönd strax á unglingsárum. Afleiðingarnar eru skelfilegar að mati andstæðinga X, sem geta auðveldlega bent á hin hroðalegustu illvirki sem unnin eru af fólki undir áhrifum X, morð, nauðganir, pyntingar, jafnvel heilu styrjaldirnar. Það eru varla til þær manngerðu hörmungar sem ekki má rekja til X, segja heitustu andstæðingar.
En málsvarar X eru líka heitir og öflugir og lofsyngja hin ágætu áhrif sem X getur haft og bregðast af hörku við hverri tilraun til að benda á skuggahliðarnar.
Postular X benda meðal annars á að óæskilegir fylgifiskar X séu í raun hliðaráhrif og stafi af ýmist af misnotkun eða þjóðfélagsaðstæðum sem X eru óviðkomandi. Þeir fullyrða að einstaklingarnir sem valda böli sem rakið er til X séu veikir eða illir og það hafi ekkert með X að gera.
Málsvarar X benda einatt á hinar björtu hliðar sem fá milljónir manna til að gera X að lífsförunaut sínum. Þeir tala um vellíðunina sem fylgir X, hið upphafna ástand sem X getur skapað og linar vanlíðan hversdagsins, og geti jafnvel opnað vitund fólks og vísað þeim inn í aðra heima. Þeir tiltaka líka jákvæð áhrif X á mannkynssöguna, svo sem að mikið af því sem hæst ber í listum er beinlínis skapað undir áhrifum X.
Gott og vel, segja andstæðingarnir, en bölið sem stafar af X trompar þetta allt. Það verður að uppræta X úr mannlífinu. þó svo það komi illa við hófsemdarfólk þá þarf að vernda þá sem veikir eru fyrir, taka frá þeim freistinguna sem felst í X enda beinist ofbeldi það sem misnotkunarfólk X veldur einatt að saklausum. Þegar allt er talið sé heimurinn einfaldlega betur kominn án X. Minna ofbeldi, minni öfgar og meiri möguleikar á að horfa rökvísum og raunsæjum augum á veruleikann.
Þessi deila er vitaskuld óútkljáð.
Jæja, þetta var nú skemmtileg lesning, er það ekki? En það er ekki allt búið enn. Lesið aftur og setjið orðið "fíkniefni" í staðinn fyrir X. Endurtakið síðan, en nú með orðinu "Trúarbrögð" í stað breytunnar.
X er af mörgum talið mesta mein mannkynsins, illvættur sem gleypir sálir fólks og sviftir það skynsemi, ráði og rænu. X er haldið að börnum á viðkvæmu þroskaskeiði og allt kapp lagt á að fá þau til að ganga X á hönd strax á unglingsárum. Afleiðingarnar eru skelfilegar að mati andstæðinga X, sem geta auðveldlega bent á hin hroðalegustu illvirki sem unnin eru af fólki undir áhrifum X, morð, nauðganir, pyntingar, jafnvel heilu styrjaldirnar. Það eru varla til þær manngerðu hörmungar sem ekki má rekja til X, segja heitustu andstæðingar.
En málsvarar X eru líka heitir og öflugir og lofsyngja hin ágætu áhrif sem X getur haft og bregðast af hörku við hverri tilraun til að benda á skuggahliðarnar.
Postular X benda meðal annars á að óæskilegir fylgifiskar X séu í raun hliðaráhrif og stafi af ýmist af misnotkun eða þjóðfélagsaðstæðum sem X eru óviðkomandi. Þeir fullyrða að einstaklingarnir sem valda böli sem rakið er til X séu veikir eða illir og það hafi ekkert með X að gera.
Málsvarar X benda einatt á hinar björtu hliðar sem fá milljónir manna til að gera X að lífsförunaut sínum. Þeir tala um vellíðunina sem fylgir X, hið upphafna ástand sem X getur skapað og linar vanlíðan hversdagsins, og geti jafnvel opnað vitund fólks og vísað þeim inn í aðra heima. Þeir tiltaka líka jákvæð áhrif X á mannkynssöguna, svo sem að mikið af því sem hæst ber í listum er beinlínis skapað undir áhrifum X.
Gott og vel, segja andstæðingarnir, en bölið sem stafar af X trompar þetta allt. Það verður að uppræta X úr mannlífinu. þó svo það komi illa við hófsemdarfólk þá þarf að vernda þá sem veikir eru fyrir, taka frá þeim freistinguna sem felst í X enda beinist ofbeldi það sem misnotkunarfólk X veldur einatt að saklausum. Þegar allt er talið sé heimurinn einfaldlega betur kominn án X. Minna ofbeldi, minni öfgar og meiri möguleikar á að horfa rökvísum og raunsæjum augum á veruleikann.
Þessi deila er vitaskuld óútkljáð.
Jæja, þetta var nú skemmtileg lesning, er það ekki? En það er ekki allt búið enn. Lesið aftur og setjið orðið "fíkniefni" í staðinn fyrir X. Endurtakið síðan, en nú með orðinu "Trúarbrögð" í stað breytunnar.
5 Ummæli:
Ópíum fólksins
Ég setti fyrst ást og svo áfengi áður en ég las tilmæli þín! Hvort tveggja gengur upp sem breyta.
"Stundin okkar" vikra líka
Mér fannst "trúarbrögð" það eina sem gat passað þarna (og það áður en ég las tilmælin neðst). Ekki það að ég vilji endilega taka jafn djúpt í árinni og heitustu andstæðingar X en ég fæ ekki séð að "Það eru varla til þær manngerðu hörmungar sem ekki má rekja til X, segja heitustu andstæðingar" gangi upp með "fíkniefni" sem X.
Kannski hæpið já, þetta með manngerðu hörmungarnar. Og sennilega líka ef X=trúarbrögð.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim