Gott kvöld
Fór áðan á Börn þeirra Vesturportsfólx, sem virðast vera allsendis ófær um að misstíga sig allar götur síðan þau settu upp Títus Andróníkus (voru það ekki annars þau?).
Börn eru alveg mögulega besta íslenska mynd sem ég hef séð. Óaðfinnanlegur leikur á öllum póstum og rúmlega það á aðalpóstunum sem er á köflum innblásinn, lipur (og blessunarlega orðfá) samtöl eftir smá stirðleika fyrsta korterið og mergjuð saga sem heldur sig á sjaldförnu og vandrötuðu einstigi milli hversdagsleiðindaskandinavíuraunsæis og melódrama. Örfá mínusstig fyrir tilgerðarleg smáatriði gera ekki annað en auka gleðina. Magnaður andskoti. Ekki missa af.
Keypti af rælni bók í morgun og er að lesa hana meðan ég bíð*. Er hálfnaður og ef allt fer sem horfir er þetta besta bók sem ég hef lesið í mörg ár (og ég les miiiiikið af bókum). Meira um hana síðar.
Svo er ég að setja mig inn í barnatónlistarkúltúrinn. Hlustaði á Abbababb í dag og er í þessum skrifuðum orðum að endurnýja kynnin við Algjöran svepp. Og leiðist ekki. Mórallinn: Það má vel bjóða börnum gaddavírslegar lagasmíðar og orðmarga og klikkaða texta. Hjúkkitt.
*Já, bíð. Aðallega eftir að Hamborg-Arsenal byrji í endursýningu á Sýn. Og svo auðvitað smá eftir Supernova. Véfrétt Varríusar spáir Magna botnsætinu af fjórmenningunum, neitar að tjá sig um sigurvegarann en finnst Dilana flottust.
Véfréttin er ekki ýkja bjartsýn um gengi sinna manna í boltanum, en frábiður sér uppljóstranir um úrslitin (leikurinn fór allstvo fram fyrr í kvöld).
Börn eru alveg mögulega besta íslenska mynd sem ég hef séð. Óaðfinnanlegur leikur á öllum póstum og rúmlega það á aðalpóstunum sem er á köflum innblásinn, lipur (og blessunarlega orðfá) samtöl eftir smá stirðleika fyrsta korterið og mergjuð saga sem heldur sig á sjaldförnu og vandrötuðu einstigi milli hversdagsleiðindaskandinavíuraunsæis og melódrama. Örfá mínusstig fyrir tilgerðarleg smáatriði gera ekki annað en auka gleðina. Magnaður andskoti. Ekki missa af.
Keypti af rælni bók í morgun og er að lesa hana meðan ég bíð*. Er hálfnaður og ef allt fer sem horfir er þetta besta bók sem ég hef lesið í mörg ár (og ég les miiiiikið af bókum). Meira um hana síðar.
Svo er ég að setja mig inn í barnatónlistarkúltúrinn. Hlustaði á Abbababb í dag og er í þessum skrifuðum orðum að endurnýja kynnin við Algjöran svepp. Og leiðist ekki. Mórallinn: Það má vel bjóða börnum gaddavírslegar lagasmíðar og orðmarga og klikkaða texta. Hjúkkitt.
*Já, bíð. Aðallega eftir að Hamborg-Arsenal byrji í endursýningu á Sýn. Og svo auðvitað smá eftir Supernova. Véfrétt Varríusar spáir Magna botnsætinu af fjórmenningunum, neitar að tjá sig um sigurvegarann en finnst Dilana flottust.
Véfréttin er ekki ýkja bjartsýn um gengi sinna manna í boltanum, en frábiður sér uppljóstranir um úrslitin (leikurinn fór allstvo fram fyrr í kvöld).
2 Ummæli:
Ye of little faith!
Þetta var aldrei spurning en það hefði mátt leyfa markmannnsgreyinu að hanga inn á. Við hefðum samt tekið þetta.
Verð að játa að ég er hinsvegar ekki mjög bjartsýnn fyrir helgina.
Ok... nokkuð sammála um Börn, frábær leikur... en hvers vegna þurfa íslenskar kvikmyndir að vera svona hrikalega dramatískar.... úff maður.... og svo verð ég að segja að myndin gekk aðeins of langt í lokin fyrir minn smekk... hefði mátt vera korterinu styttri.... eða svo....
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim