föstudagur, júní 30, 2006

Góð ráð

Björn Bjarnason er fyndinn kall. Núna telur hann augljóst og einsýnt að við þurfum 30 manna leynilöggu til að njósna um okkur af því að tveir sérfræðingar frá Evrópusambandinu segja það.

Gott að vita að hann hefur lært að taka mark á ráðleggingum.

Kannski hann geri slíkt hið sama næst þegar hann skipar hæstaréttardómara.

5 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Já, gaman hjá Bjössa núna. Og nýyrði dagsins er að sjálfsögðu "forvirk rannsóknarúrræði". Sem í daglegu tali kallast njósnir. Og allt í einu er það sem "sérfræðingarnir segja" eitthvað sem "verður að taka mark á".

11:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já einmitt Gummi auk þess pantaði hann sjálfur sérfræðiálitið.
En segjum svo að Færeyingar væru sjálfstæð þjóð, mynduð þið telja að þeir ættu endilega að fá sér svona leyniöryggisnjósnaher, finnst ykkur líklegt að hryðjuverkamenn raði sér upp til að gera árás? Og afþví maðurinn er alltaf að taka dæmi um sitt eigið hús - hann er með öryggiskerfi- alltí lagi með það- en ef hann byggi á Garðskagavita- myndi hann setja upp öryggiskerfi þar?

6:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fyrir nú utan það að húsið hans Björns er sennilega með þeim líklegri á landinu til að verða fyrir fólskulegri árás. (Það verður nú aldeilis gaman að setja þetta "hint" á bloggið aftur þegar leynilöggan verður komin á koppinn til að gá hvort maður fái ekki heimsókn. Eða verði kallaður inn á úthlerað teppið hjá Birni sjálfum).

En talandi um Færeyinga. Ég held að þessi leyniþjónusta sé nauðsynleg þó ekki væri nema til að njósna um þá. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir gera hér innrás.

11:28 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Við VERÐUM að gefa Birni skiltið úr Sirkus. Það er alltaf að verða nauðsynlegra og nauðsynlegra... eða kannski við ættum heldur að geyma það og skrifa þjóðfélaxádeilskan einþáttung um hann?

11:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hva? er ekki nóg að Halli njósni???
Hvað er þetta með hann Björn? Það verður jú að vera einhver spenna íessu!!!

11:51 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim