miðvikudagur, mars 01, 2006

Miðvikudagur í helvíti

Vinur minn heldur því fram að helvíti sé útimarkaður á Ítalíu.

Það er í sjálfu sér rétt, en segir ekki alla söguna.

Helvíti er útimarkaður á Ítalíu sem er fullur af litlum börnum sem eru búin að borða of mikið sælgæti og eru öll í gervi (og hlutverki) Silvíu Nóttar.

Abandon hope, all ye who enter here.

6 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Ég kíkti í kaffi í dag á leikskólann sem á vann á, og mér til mikilla vonbrigða var engin Silvía Nótt. Og var hún þó sjálf að vinna þarna fyrir nokkrum mánuðum.

11:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég læt nú vera með Ágústu, en tilhugsunin um Sylvíu að vinna á leikskóla er ... ég veit ekki ...

11:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Talandi um ösku(r)daginn (sonur minn krónprinsinn var einmitt með "Scream"-grímu), þá langaði mig að lauma einu orði inn í hið ört þykknandi safn Orð ársins 2006. Það er orðið "afsprengidagur" (oftast notaður í fleirtölu). Skýringuna er að finna t.d. hér:

http://www.blogger.com/publish-comment.do?blogID=5186552&postID=114113452646120047&r=ok

11:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér fannst nú gerfi einnar skólasystur Björgúlfs athygliverðast af þeim öllum En hún var dauð klappstýra....

12:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Stórkostlega mikið meira aðlaðandi tilhugsun en lifandi klappstýra.

1:02 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Klappstýrur eru eins og indjánar: eina góða klappstýran er...

9:34 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim