Gott fólk
Var að koma af Klaufum og kóngsdætrum, sem ég hafði ekki séð síðan einhverntíman sl. vor. Og skemmti mér alveg vandræðalega vel. það er ekki margt hallærislegra en að fara á sýningu á eigin verki og detta í að lifa sig 100% inn í hana, hlæja og skæla eins og krakki.
Hún hefur þroskast vel, leikhópurinn með fullt vald á henni og nota það til að hlaupa út undan sér endrum og sinnum, öllum til mikillar gleði. Það er munurinn á þroska og sjúski.
Og nú eru tveir leikarar að hætta í henni, og tveir nýir að taka við. Annar þeirra er fyrrum hugleikari. Frumsýning um næstu helgi. Ég verð annarsstaðar, en mun kíkja á nýja kastið við fyrsta tækifæri.
Fleira gott:
Þórunn Gréta heitir stúlka að austan, sem ólíkt öðrum brottfluttum austfirskum leikhúsrottum er ekki í Hugleik heldur í Leikfélagi Hafnarfjarðar. Hún bloggar líka og er helvíti góð í því. Lítum á dæmi.
Og talandi um hagfræði: gamall uppáhaldsleikari Varríusar hefur lagt sminkið á hilluna. Fyrst fór hann og lærði fyrrnefnda vitleysisfræðigrein, en hefur nú tekið stefnuna á pólutíkina. Herrar mínir og frúr: Heeeeerrrreeeee's Dofri!
Fór á Naglann í gærkveldi - dómur væntanlegur á morgun. Kíkti síðan á Rósenberg og náði í afturendan á debúti Ripps Rapps og Garfunkels (lofar góðu) og byrjuninni á Hrauni (klikka ekki) áður en okkur hjónunum var öllum lokið og fórum heim. Sofnaði vært yfir aldeilis glataðri Evróvisjónforkeppni.
Ætla á Sölku Völku í kvöld. Krota kannski eitthvað hér um það við tækifæri.
Hún hefur þroskast vel, leikhópurinn með fullt vald á henni og nota það til að hlaupa út undan sér endrum og sinnum, öllum til mikillar gleði. Það er munurinn á þroska og sjúski.
Og nú eru tveir leikarar að hætta í henni, og tveir nýir að taka við. Annar þeirra er fyrrum hugleikari. Frumsýning um næstu helgi. Ég verð annarsstaðar, en mun kíkja á nýja kastið við fyrsta tækifæri.
Fleira gott:
Þórunn Gréta heitir stúlka að austan, sem ólíkt öðrum brottfluttum austfirskum leikhúsrottum er ekki í Hugleik heldur í Leikfélagi Hafnarfjarðar. Hún bloggar líka og er helvíti góð í því. Lítum á dæmi.
Og talandi um hagfræði: gamall uppáhaldsleikari Varríusar hefur lagt sminkið á hilluna. Fyrst fór hann og lærði fyrrnefnda vitleysisfræðigrein, en hefur nú tekið stefnuna á pólutíkina. Herrar mínir og frúr: Heeeeerrrreeeee's Dofri!
Fór á Naglann í gærkveldi - dómur væntanlegur á morgun. Kíkti síðan á Rósenberg og náði í afturendan á debúti Ripps Rapps og Garfunkels (lofar góðu) og byrjuninni á Hrauni (klikka ekki) áður en okkur hjónunum var öllum lokið og fórum heim. Sofnaði vært yfir aldeilis glataðri Evróvisjónforkeppni.
Ætla á Sölku Völku í kvöld. Krota kannski eitthvað hér um það við tækifæri.
4 Ummæli:
Hvurjir eru að hætta og hvurjir eru að taka við í Klaufunum?... Mín soltið forvitin því ég verð á bekkjunum á sunnudag... loxins
Örn og Arnbjörg víkja - best að liggja aðeins lengur á uppl. um hverjir koma í staðinn.
Það verður að vera einhver spenna í þessu.
mmmmmmmmmm - en hugleikarar eru fáir á fjölunum þannig að ég skjótta á Maríu (sem Agnar Jón vill sjá á öllum fjölum um þessar mundir eins og hann sagggggði í úbbvarpinu)
Smekkmaður á kvenfólk, Aggi
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim