Fordómar og ördómar
Er aftur orðinn atvinnuleiklistargagnrýnandi. Þ.e. aftur farinn að gagnrýna leiklist atvinnumanna eftir vanhæfnisveturinn í fyrra. Skrifaði mikið mál um Ég er mín eigin kona sem Mogginn setti svo á forsíðuna. Veit ekki hversu hrifinn ég varð af því. Hrifningin varð einhvernvegin yfirþyrmandi, og efasemdatónninn í dómnum hvarf alfarið í skuggann. Ojæja...
Fór svo á forsýningu á Vojtsek á laugardaginn (gaman að setningum með sömu forsetningunni þrítekinni). Finnst eiginlega að ég eigi að skrifa fordóm um það:
Fullt af flottum hugmyndum, mikið sjónarspil, flott tónlist... en ég verð hissa ef enginn breskur gagnrýnandi notar frasann A whole that is lesser than the sum of its parts. Vona samt ekki - ef allt smellur þá er þetta mikill sigur fyrir íslenska leikhúslandsliðið. Reyndar er prógrammið sem þau eru hluti af alveg svakalega spennandi eins og það leggur sig. Kíkið á það. Vek sérstaklega athygli á síðasta iteminu. Sérstaklega ef Sváfnir kíkir hingað. Og talandi um það, linkalistinn hér við hliðina á er gamall og úreltur, en verður ekki lagfærður fyrr en ég tími í það tíma sem ég hef ekki.
Og talandi um fordóma: Er eitthvað fyndið við þetta?
Annars er ég dálítið hrifinn af ördómum. Þ.e. leikdómum sem ná að súmmera upp viðbrögð manns í einni setningu. Má vera að fyrrnefndur tímaskortur eigi sinn þátt í hrifningunni.
Sjálfur skrifaði ég einu sinni ördóm um gríðarlega langa danska sýningu um hóp gyðinga sem biðu í danskri kirkju eftir báti til að komast undan nasistum. Dómurinn var svona: "Sjaldan hefur Gestapó verið beðið af jafnmikilli óþreyju".
Einn félagi minn toppaði þetta reyndar á ósmekklegheitaskalanum í Mónakó í sumar þar sem hann hreytti útúr sér um vonlausa Níkaragúska sýningu: "Hvar eru dauðasveitirnar þegar maður þarf á þeim að halda?"
Þetta rifjaðist upp þegar ég rakst hér aldeilis fullkomna afgreiðslu á Kallakaffi. Smekklegt, snaggaralegt og segir allt sem segja þarf.
Fór svo á forsýningu á Vojtsek á laugardaginn (gaman að setningum með sömu forsetningunni þrítekinni). Finnst eiginlega að ég eigi að skrifa fordóm um það:
Fullt af flottum hugmyndum, mikið sjónarspil, flott tónlist... en ég verð hissa ef enginn breskur gagnrýnandi notar frasann A whole that is lesser than the sum of its parts. Vona samt ekki - ef allt smellur þá er þetta mikill sigur fyrir íslenska leikhúslandsliðið. Reyndar er prógrammið sem þau eru hluti af alveg svakalega spennandi eins og það leggur sig. Kíkið á það. Vek sérstaklega athygli á síðasta iteminu. Sérstaklega ef Sváfnir kíkir hingað. Og talandi um það, linkalistinn hér við hliðina á er gamall og úreltur, en verður ekki lagfærður fyrr en ég tími í það tíma sem ég hef ekki.
Og talandi um fordóma: Er eitthvað fyndið við þetta?
Annars er ég dálítið hrifinn af ördómum. Þ.e. leikdómum sem ná að súmmera upp viðbrögð manns í einni setningu. Má vera að fyrrnefndur tímaskortur eigi sinn þátt í hrifningunni.
Sjálfur skrifaði ég einu sinni ördóm um gríðarlega langa danska sýningu um hóp gyðinga sem biðu í danskri kirkju eftir báti til að komast undan nasistum. Dómurinn var svona: "Sjaldan hefur Gestapó verið beðið af jafnmikilli óþreyju".
Einn félagi minn toppaði þetta reyndar á ósmekklegheitaskalanum í Mónakó í sumar þar sem hann hreytti útúr sér um vonlausa Níkaragúska sýningu: "Hvar eru dauðasveitirnar þegar maður þarf á þeim að halda?"
Þetta rifjaðist upp þegar ég rakst hér aldeilis fullkomna afgreiðslu á Kallakaffi. Smekklegt, snaggaralegt og segir allt sem segja þarf.
5 Ummæli:
„Hrifningin varð einhvernvegin yfirþyrmandi, og efasemdatónninn í dómnum hvarf alfarið í skuggann.“
Það er hverju orði sannara. Á mínum vinnustað var haft á orði að hann Þorgeir hefði algerlega misst legvatnið yfir þessari sýningu. Enginn las efasemdir – nema náttúrulega ég sem rak augun í orðin „svona og svona“ neðst í dómnum. Þau náðu varla mínusstigi á hrifninguna. Hlakka til að sjá.
*
„ ... (gaman að setningum með sömu forsetningunni þrítekinni).“
Hér er komið öndvegisefni í samkvæmisleik:
Svona setning gæti verið með fjórum "á-um": Fór á bömmer á forsýningu á Vojtsek á laugardaginn. Býður einhver betur? (Ath. að innihaldið á ekki við rök að styðjast - hlakka til að sjá).
P.S. Ég hugsa að Kallakaffi hefði verið nokkuð þolanlegt sjónvarpsefni kringum 1975,
Þá hef ég loksins fengið ærið tilefni til þess að fara á leiksýningu í London. Svolítið spenntur að sjá hvort höfundar hennar búi til pláss fyrir "hið flókna" samband Tinna og Tsjang...?
Sammála Sævari um Kallakaffi. Dósahláturinn hefur ábyggilega verið nokkuð ferskur þá.
Þessi er greinilega úr einni af þessum beygluðu dósum sem hægt er að fá mjöööööög ódýrt í Bónus.
ANONYMUS HVAÐ? Ég skrifaði nafnið mitt. Ég vitna nú bara í síðasta öryggisorð:rojvnvq!!!!!!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim