föstudagur, september 30, 2005

Rótað í rústunum

Það smáskýrist hvað stendur eftir og hvað er alveg glatað eftir blogghrunið mikla. Grams á hörðum diskum leiddi í ljós að ég átti gamalt bakköpp af Varríusi frá upphafi og fram í janúar 2004. Engin komment þó. Einhverja langhunda hafði ég líka geymt sem textaskjöl hjá mér. Jafnframt hlupu tölvunirðir af stað og klófestu síðasta mánuð eða þar um bil. Takk Tóró og Bjarni. Einnig reyndist sem mig grunaði að dugmiklir kommenterarar höfðu vistað eftirlæti sín á eigin vélum. Takk Sævar.

Og takk fyrir hlýleg orð í kommentunum til ykkar allra!

Önnur blogg mín, leikdómabloggið og biblíurýnin, eru á sínum stað.

Annir valda því að lítið er bloggað þessa dagana. Má t.d. ekki vera að því að klára næsta biblíupistil, en örvæntið eigi, ég er ekki hættur!

Fer á Ég er mín eigin kona í kvöld í gagnrýnendajakkanum. Og Vojtsek á morgun.

3 Ummæli:

Blogger GEN sagði...

Gott að Dumbuldór eyddist ekki, þar var mikil snilld á ferð.

p.s. Skepnan heitir ly-cilph...

2:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er nú barasta alveg ÖöööMURLEGT, og mikill missir í menningarsögu íslendinga...en allavega bara að láta þig vita að ég klukkaði þig.... ekki alveg viss hvort þú varst búin að lenda í þessu leiðindaklukki en samt... KLUKK.... ;o) SB

12:12 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Búinn að fá klukk, og bregðast við því. Gott ef ég klukkaði þig ekki á móti!

T

1:10 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim