þriðjudagur, desember 29, 2009

Til hamingju Samfó

Mig langar til að nota þetta tækifæri til að óska Samfylkingunni til hamingju með mig.

Ég er það sem kalla mætti tryggan kjósanda Samfylkingarinnar. Hef kosið hana nokkrum sinnum í alþingiskosningum, Einu sinni í borgarstjórnarkosningum og Reykjavíkurlistann áður, ekki síst fyrir það sem ég sá sem forystuhlutverk Samfylkingarinnar í því samkrulli.

Ég hef kosið flokkinn vegna þess að ég hef talið (og tel) að hann standi hugmyndum mínum um vel fúnkerandi og réttlátt samfélag næst.

Ég mun hinsvegar ekki fylgja honum hvað sem hann gerir. Það eru takmörk fyrir hvað þykkt og hvað þunnt hann bíður mér upp á. Ég þarf að treysta fólkinu sem hann bíður upp á, trúa stefnunni sem hann boðar og vera sáttur við hvernig hann vinnur henni brautargengi. Og ég lít ekki á það sem lykil að velgengni í mínu lífi að kjósa eða tilheyra þessum flokki.

Þess vegna óska ég honum til hamingju með mig. Ég kýs hann í trausti þess að hann dreymi ekki um að vera Sjálfstæðisflokkurinn og að hann treysti ekki á að ég sé Samfylkingarmaður í sama skilningi og (sumir, of margir) sjálfstæðismenn eru Sjálfstæðismenn.

Þess vegna ganga hrokafullar og önugar skýringar Karls Th á Herðubreiðinni ekki. Sérstaklega ekki þegar hann er ber að útúrsnúningum/ósannindum. Þess vegna er þögn flokksins (forystu hans) óþolandi. Sérstaklega þar sem hún er ítrekuð, mál eftir mál.

Ég er ekki Sjálfstæðismaður. Ég fer ekki framá bitlinga, forgang eða frama út á atkvæðið mitt. Ég hinsvegar krefst þess að þið drullist til að standa fyrir máli ykkar gagnvart mér.

Ég er tákn um nýja tíma í íslenskri pólitík, og ætla í lengstu lög að trúa því að Samfylkingin sé það líka.

En ekki endalaust, sjáiði til. Þið verðið að halda ykkur.

Þess vegna óska ég Samfylkingunni til hamingju með mig.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæll Þorgeir og gleðileg jól.
Er svolítið í sömu sporum og þú nema þolinmæðin hjá mér er þrotin.
Hef stutt Samfó frá byrjun en er farinn að skammast mín fyrir eigin heimsku.
Stórir og litlir framsóknarflokkar
breytast aldrei.
Kveðja Óli Gunn.

2:10 e.h.  
Anonymous Bensi sagði...

Já "frændi" sæll: - við erum dálitlir farísear í okkur - og teljum okkur taka afstöðu á grundvelli skynsamlegra röksemda. Nú virðast mér hins vegar sífellt fleiri uppákomur benda til þess að Samfylkingin okkar jafnaðarmanna sé komin langt frá öllum vitrænum málatilbúnaði - í anda heilbrigðrar jafnaðarmennsku. . . . og ekki munum við "kjósa úldinn hund í boði SF" . . eins og Framsóknarmenn gerðu lengi vel

11:31 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Einmitt.

Éld við værum kannski í skárri málum ef færri hefðu blinda flokkshollustu að leiðarljósi í lýðræðinu og veittu valdamönnum aðhald í formi atkvæðafjöldar.

Það næsta sem við þurfum að gera er síðan að læra á hinn helminginn af lýðræðinu, hvernig við kjósum þá sem ráða í raun og veru, oftast á bak við tjöldin og stundum fyrir framan þau.

Þá kjósum við með peningunum okkar.

4:14 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim