föstudagur, október 17, 2008

Skrauthvörf

Mér leiðist þegar stjórnmálamenn og síðan fjölmiðlamenn í kjölfarið innleiða ný ástæðulaus orð, að því er virðist til að grugga vatn og fela sannleikann. Orð eru nefnilega til þess að lýsa heiminum, ekki fela hann. Þessvegna er orðið "Skrauthvörf" gott - það er nefnilega lýsandi.

Núna eru tvö svona óyrði komin í umferð:

Til þrautavara - sem virðist mega losna við með því að nota forskeytið "Neyðar-"

Að draga á lánalínur - sem í samhenginu sem stjórnmála- fjármála- og fjölmiðlamenn nota það virðist ekki þýða mikið meira en "að taka lán".

Ekki bulla. Lífið er of stutt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim