þriðjudagur, september 02, 2008

Hvað heitir hann aftur?

Horfði á DVD með AC/DC á sunnudaginn. Þeir eru víst að fara að túra og ég ætla mér að sjá þá. Verður samt að viðurkennast að Brian Johnson týnist svolítið í skónum hans Bon Scott þegar maður horfir á þá hvorn á fætur öðrum.

Stórbrotið viðtal við Scott frá 1976 þar sem hann er spurður um væntanlega tónleikaferð þeirra félaganna með KISS:

"Já, hann kom og sá okkur hann þarna ... hvaðannnúheitir aftur, bassaleikarinn. (kallar yfir öxlina á fréttamanninum) Strákar, hvað heitir hann aftur, bassaleikarinn í Kiss?"

Skemmtileg saga, ekki satt? Og þvílíkur söngvari! Ég man þegar ég heyrði í honum fyrst. Það var Highway to Hell, af þungarokkssafnplötunni Axe Attack sem ég hafði eignast á kassettu. Af einhverjum ástæðum vorum við Ármann að hlusta á hana í fyrsta sinn í kassettutæki í garðinum heima hjá Bróa föðurbróður hans í Holtagerðinu. Þessi fyrstu kynni voru reyndar ekki góð - mér fannst maðurinn jarma meira en syngja. Kunni sumsé ekki gott að meta. Búinn að læra það síðan.

Fyrir þá sem vilja innihaldsríkara blogg en endurminningar um þungarokksreynslu Varríusar þá er rétt að benda á að einn ritfimasti bloggari landsins er staddur í austurlöndum nær, og býður upp á einstaka innsýn í lífið þar. Fylgist með frá núna.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Okkur fannst líka Sweet emotion með Aerosmith ömurlegt og það hefur alla vega ekkert breyst. Þvílíkt drasl sem sú hljómsveit hefur alltaf verið. En djöfull var það samt mikilvæg spóla Axe attack...

8:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég var staddur þarna með ykkur líka og þessi dagur hefur haft áhrif á líf mitt síðan,!!!
hvenær á að byrja að æfa?

11:38 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Auðvitað varst þú þarna Þráz. Og gott ef ekki Arnar Már líka.

Meldaðu þig endilega við okkur þegar þú kemur næst til Evrópu og við finnum hittinxtíma.

9:24 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim