föstudagur, ágúst 22, 2008

Þorramatur

Dönsk "fjölskyldumynd" í sjónvarpinu. Um strák sem býr einn með afskiptalausum föður sínum eftir að móðir hans dó og er lagður í einelti í skólanum.

Væntanlega á dagskrá til að fyrirbyggja að við springum af gleði yfir handboltanum. Smá þunglyndi talið koma sér vel núna.

Í bekk stráksins er íslensk stelpa sem heitir Kamma Guðmundsdóttir (hverjar eru líkurnar á því?). Hún hefur óskýrða tilhneigingu til að mæta með íslenskan mat í skólann:

Hrá lambanýru
Reykt svið

Traust heimildavinna hjá handritshöfundunum, ikke?

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Úff! Festist yfir þessu með sonum mínum. Maður er ósjálfrátt farinn að treysta Dönunum soldið með gott sjónvarpsefni ... en þetta var nú ljóta leiðindaruglið.

11:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Afsakið. Ég týndi nafninu mínu um stundarsakir, en hef nú fundið það aftur.

11:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Frænka Dillu heitir reyndar Kamma. Fjölskyldu nafn úr móðurætt viðkomandi. Og Björk er Guðmundsdóttir ef mig misminnir ekki. Þannig þetta er ekki alveg út í hött. Nema þetta með matinn...

11:51 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim