Þorramatur
Dönsk "fjölskyldumynd" í sjónvarpinu. Um strák sem býr einn með afskiptalausum föður sínum eftir að móðir hans dó og er lagður í einelti í skólanum.
Væntanlega á dagskrá til að fyrirbyggja að við springum af gleði yfir handboltanum. Smá þunglyndi talið koma sér vel núna.
Í bekk stráksins er íslensk stelpa sem heitir Kamma Guðmundsdóttir (hverjar eru líkurnar á því?). Hún hefur óskýrða tilhneigingu til að mæta með íslenskan mat í skólann:
Hrá lambanýru
Reykt svið
Traust heimildavinna hjá handritshöfundunum, ikke?
Væntanlega á dagskrá til að fyrirbyggja að við springum af gleði yfir handboltanum. Smá þunglyndi talið koma sér vel núna.
Í bekk stráksins er íslensk stelpa sem heitir Kamma Guðmundsdóttir (hverjar eru líkurnar á því?). Hún hefur óskýrða tilhneigingu til að mæta með íslenskan mat í skólann:
Hrá lambanýru
Reykt svið
Traust heimildavinna hjá handritshöfundunum, ikke?
3 Ummæli:
Úff! Festist yfir þessu með sonum mínum. Maður er ósjálfrátt farinn að treysta Dönunum soldið með gott sjónvarpsefni ... en þetta var nú ljóta leiðindaruglið.
Afsakið. Ég týndi nafninu mínu um stundarsakir, en hef nú fundið það aftur.
Frænka Dillu heitir reyndar Kamma. Fjölskyldu nafn úr móðurætt viðkomandi. Og Björk er Guðmundsdóttir ef mig misminnir ekki. Þannig þetta er ekki alveg út í hött. Nema þetta með matinn...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim